hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
5.7.2016

Góður árangur í Gautaborg - Guðbjörg Jóna með Íslandsmet í tveimur greinum

ÍR-ingar sendu 45 keppendur á Gautaborgarleikana í frjálsum sem fóru fram um helgina ásamt fjórum þjálfurum og fjórum fararstjórum.

Hópurinn setti á annað hundrað persónulegra meta, fjórtán einstaklingar náðu að verða meðal 10 bestu í sinni grein og tveir einstaklingar komust á verðlaunapall.

Hæst bar frábær árangur Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur sem setti Íslandsmet í kvennaflokki í bæði 80m hlaupi þegar hún hljóp á 10.08 sek og í 300m hlaupi en þar varð tíminn hennar 37.98 sek. Guðbjörg keppir í flokki 15 ára stúlkna.

Eftirtaldir náður að verða meðal 10 bestu í sinni grein sem telst vera mjög góður árangur á þessu sterka alþjóðlega móti með 3500 keppendum frá 22 þjóðum: 
Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökk kvenna 4.06m 2. sæti. 
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir 15 ára: 80m 10.08 2. sæti, 300m hlaup 37.98 2. sæti, 300m grindahlaup 45.41 3. sæti. 
Helga Margrét Haraldsdóttir 15 ára: 80m hlaup 10.46 sek 7. sæti, 300m hlaup 40.98sek 7. sæti, 80m grindahlaup 12.21 8. sæti, langstökk 5.27 8. sæti.
Ingibjörg Sigurðardóttir 15 ára: 300m grindahlaup 47.34 sek 5. sæti. 
Rut Tryggvadóttir 16 ára: Sleggjukast 42.17m 8. sæti. 
Hildigunnur Þórarinsdóttir 17 ára: 100m grindahlaup 14.90 6. sæti, þrístökk 11.33m 6. sæti. 
Vilborg María Loftsdóttir 17 ára: þrístökk 11.16m 7. sæti. 
Dagbjartur Daði Jónsson 19 ára: Spjótkast 62.38m 4. sæti. 
Árni Haukur Árnason 17 ára: 110m grindahlaup 15.33sek 5. sæti. 
Einar Lúther Heiðarsson 17 ára: 300m grindahlaup 41.05 7. sæti. 
Bjarki Freyr Finnbogason 17 ára: 300m grindahlaup 41.53 9. sæti. 
Úlfur Árnason 15 ára: Spjótkast 41.15m 9. sæti. 
Birgir Jóhannes Jónsson 15 ára: þrístökk 11.47m 10. sæti. 
Daníel Atli Matthíasson Zaiser 13 ára: spjótkast 38.75m 7. sæti og kúluvarp 10.45m 10. sæti.

Hópurinn er á heimleið núna eftir vel heppnaða ferð til Gautaborgar. Margar skemmtilegar myndir frá ferðinni er að finna á myndasíðu deildarinnar hér.