hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
5.7.2016

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir í undanrásum EM í Amsterdam á morgun, miðvikudag

Aníta Hinriksdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á fyrsta degi EM í Amsterdam á morgun, miðvikudag. Aníta hleypur í fyrsta riðli af 5 en 8 keppendur eru skráðir í hverjum riðli. Aníta á næstbesta tímann í riðlinum en til þess að komast í undanúrslit þarf að ná einu af fjórum efstu sætunum í riðlinum en auk þess komast 4 bestu tímar þar á eftir áfram. Aníta er gríðarsterk þessa dagana og hefur hlaupið hvert súper hlaupið af öðru og verður gaman að fylgjast með henni á morgun. Sýnt verður frá EM alla keppnisdagana á RUV auk þess sem fréttamaður er með íslensku keppendunum í Amsterdam.

Hafdís Sigurðardóttir UFA keppir í langstökki á svipuðum tíma og Aníta keppir í 800m en Hafdís er í seinni stökk grúppunni ásamt 12 öðrum stúlkum en alls eru 26 keppendur í langstökki. 

Aðrir keppendur eru þau Guðni Valur Guðnason sem keppir í kringlukasti, Ásdís Hjálmsdóttir sem keppir í spjótkasti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sem keppir í 400m grindahlaupi. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Pétur Guðmundsson þjálfari Guðna eru í Amsterdam með sínu fólki en auk þeirra eru ÍR-ingarnir Martha Ernstsdóttir og Jón Oddsson íslenska liðinu til aðstoðar. 

Óskum öllum keppendum góðs gengis en fylgst verður með gangi mála meðan á keppninni stendur.