hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
7.7.2016

Aníta Hinriksdóttir komin áfram í úrslit á EM, hrika spennandi keppni

Aníta og MeadowsAníta Hinriksdóttir ÍR komst nú rétt áðan í úrslit í 800m hlaupi á EM í Amsterdam. Aníta var í öðrum riðli af þremur, sem endaði með að vera hraðasti riðillinn og vannst á undir 2 mínútum. Aníta hljóp gríðar gott hlaup, barðist mjög vel og varð 4. í riðlinum en á það góðum tíma að hún komst áfram í úrslitin sem fara fram á laugardag. Tíminn hennar var 2:01,41 mín sem er 4. hraðasti tíminn í undanúrslitunum. Glæsilegt hlaup en taugatrekkjandi að fylgjast með eins og oft vill verða. Til hamingju Aníta og Gunnar Páll

Guðni Valur Guðnason varð 11. í sínum kasthópi í kringlukastinu, kastaði 61,20 m en hefði þurft 64 metra til að vera öruggur í úrslit. Eitt af fyrstu stórmótum Guðna sem er ungur og á framtíðina fyrir sér. 

Ásdís Hjálmsdóttir komst áfram í úrslit í spjótkastinu hún kastaði 58,83 m og varð í 10 sæti. Hún gerði eitt kast ógilt en fyrsta kastið var 56,69 m. Sportakova kastaði lengst 63,73 m. Úrslitin í spjótkastinu fara fram á laugardag en 12 stúlkur keppa til úrslita.