hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
8.7.2016

Spennandi dagur á EM á morgun laugardag

Þær stöllur Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir keppa í úrslitum í sínum greinum á EM á morgun, laugardag og Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í undarúrslitum í 400m grindahlaupi. Arna hljóp vel í dag, föstudag, bætti sig um hálfa sekúndu þegar hún hljóp á 57.14 sek en best átti hún 57.60 sek. Til gamans má geta þess að OL lágmarkið er 56.20 sek

Aníta hleypur annað kvöld kl. 18:40 að íslenskum tíma. Hún á 6. besta tímann en 5 stúknanna hafa hlaupið undir 2 mínútum á ferlinum en aðeins tvær á þessu ári. Aníta fer inn í úrslitin með 4. besta tímann og er því til alls líkleg en fimm stúlkur af átta hafa hlaupið mjög svipaða tíma eða í kringum 2:00,5 mín Aníta er þar á meðal. 

Ásdís keppir í úrslitum spjótkastsins kl. 16:45 og er hún 9. í kaströðinni. Sex stúlkanna eiga betri árangur er Ásdís og mun hún því eiga við ramman reip að draga en vonandi tekst henni að nýta sér stemminguna á vellinum til að bæta sinn besta árangur 62.77m. Arna Stefanía hleypur síðan undanúrslitin er í 2. riðli af þremur og á fyrstu braut en tvær fyrstu í hverjum riðli auk 2 bestu tíma fara áfram í úrslitin á sunnudag. 

Óskum stúlkunum góðs gengis og sendum þeim sterka bætingar strauma.