hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
9.7.2016

Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega á EM

Aníta Hinriksdóttir lagði allt í sölurnar í úrslitahlaupi 800m hlaupsins á EM i kvöld. Hún hljóp með hópnum sem fór í gegnum 400m á 58,4 sek en undanfarið hefur millitími Anítu verið kringum 60 sek. Þetta var því strax í upphafi mjög hratt hlaup. Aníta fylgdi hópnum vel 650m en fór þá aðeins missa af þeim og jókst það bil síðustu 100m en hún kom í mark í 8. sæti á 2:02,55 mín en hlaupið vannst á 1:59,70 mín. Besti tími Anítu til þessa hefði nægt í 4.-5. sætið og hefði hún því þurft að bæta Íslandsmetið til að komast á pallinn. Frábær árangur hjá Anítu sem er bara tvítug. Aníta heldur nú í æfingabúðir í rúmar 2 vikur sem er liður í loka undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana en fyrsta hlaupið í 800m keppninni er 17. ágúst. 

Ásdís Hjálmsdóttir náði frábæru fyrsta kasti í spjótkastskeppninnar sem dugði henni í 8 kvenna úrslit. Hún hitti ekki alveg á það í síðustu 3 köstunum rétt eins og margar aðrar og varð Ásdís í 8. sæti sem er mjög mjög flottur árangur. Hún kastaði lengst 60,37 m og var aðeins 2 cm frá 7. sætinu. Tvö landsmet voru sett í keppninni sú frá Hvíta Rússlandi sem sigraði keppnina sem og sú króatíska sem varð í 3. sæti.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp vel í undanúrslitum 400m grindahlaupsins en kom 8. í mark örstutt frá sínum besta árangri sem hún náði í gær og sýnir það styrk hennar að geta hlaupið svo hratt tvo daga í röð. Hún varð 18. af 24 keppendum í dag en hefði þurft að hlaupa á 56,05 sek og ÓL lágmarki til að komast í úrslitahlaupið. Norska stúlkan setti norskt met og 2 stúlkur bættu sinn besta árangur.

Frábær árangur hjá þessu flottu íslensku frjálsíþróttakonum.