hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
13.7.2016

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppir á Evrópumeistaramóti 16 og 17 ára í Georgíu

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppir í 2000m hindrunarhlaupi á EM 16 og 17 ára í Tbilisi í Georgíu á morgun fimmtudag. 34 stúlkur eru skráðar til keppni 16 og 18 í hvorum riðli. Fimm fyrstu úr hvorum riðli auk 5 bestu tíma þar á eftir komast áfram í úrslitahlaupið sem fer fram þann 16. júlí. Það verður við ramman reip að draga hjá Andreu þegar bestu timar keppenda eru skoðaðir en reyndar er allt opið hjá Andreu þar sem hún náði sínum besta tíma hér heima í lítilli keppni. Hún hefur hraðast hlaupið þessa vegalengd á 7:05.87 mín og reyndar eru keppnishlaupin frekar fá þar sem sjaldan er keppt í þessari grein á Íslandi, lágmark hennar í greininni er því enn áhugaverðara. Þar sem svo margar stúlkur eru í hvorum riðli og því handagangur í öskjunni er mikilvægt að láta ekki aðra keppendur trufla sig yfir búkkum og í vatsngryfjunni en samt að sýna ákveðni og áræðni. 

Fyrr um daginn keppir Þórdís Eva Steinsdóttir FH í undanrásum 400m hlaupsins. Hún er í 3ja riðli af fjorum en fyrstu þrjár í hverjum riðli auk 4 bestu tíma komast áfram í undanúrslit. Þórdís á best 24.81 sek og er það næst hraðasti tíminn í hennar riðli. Í hinum riðlunum eru 1-2 stúlkur sem eiga betri tíma þannig að líkurnar eru mjög góðar að Þórdís komist áfram á morgun. Óskum Andreu og Þórdísi góðs gengis og bætinga og að þær nái að sýna Evrópu hvað í þeim býr.