hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
18.7.2016

HM 19 ára og yngri í Bydgoszcz hefst á morgun

Tristan Freyr Jónsson og Thelma Lind Kristjánsdóttir bæði úr ÍR og Þórdís Eva Steinsdóttir FH hefja keppni á morgun, þriðjudaginn 19. júlí á HM 19 ára og yngri. Tristan hefur keppni snemma morguns en hans bíða fyrstu 5 keppnisgreinar tugþrautarinnar. Fyrst hleypur hann 100m, þá kemur langstökk, næst er það kúluvarpið, þá hástökk og að lokum 400m. Í 100m og 400m er Tristan í 2. riðli af þremur. Thelma Lind kastar í seinni kastgúppunni í kringlukastinu annað kvöld en alls taka 28 stúlkur þátt í kringlukastkeppninni. Til að komast örugglega áfram í úrslit þarf að kasta 51.50m eða vera með þeim 12 bestu og þarf Thelma að bæta sig til að vera örugg inni. Þórdís Eva keppir í 400m hlaupi og hleypur í 3. riðli af 6. 3 fyrstu í hverjum riðli komast áfram í undanúrslit og einnig 6 bestu tímar. Óskum þeim góðs gengist.