hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
19.7.2016

Thelma Lind Kristjánsdóttir keppti í kringlukasti á HM

Thelma Lind Kristjánsdóttir keppti í kringlukasti á HM nú síðdegis. Hún kastaði lengst 44.15 m og komst ekki áfram í úrslit en til þess þurftu stúlkurnar að kasta 51.50m eða vera í hópi með þeim 12 bestu sem í dag þýddi að hún hefði þurft að kasta 48,62m. Þetta hafðist því ekki í dag hjá Thelmu, sem á yfir 50m best og hefur hún því lokið keppni á HM. Lengsta kast dagsins var 53,84 m og það næst lengsta 53,83m. Hún varð í 23. sæti.

Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti í undanrásum 400m hlaupsins síðdegis í dag. Hún hljóp á 56,06 sek og varð í 6. sæti í sínum riðli og í 35. sæti. Hún á best 55.32 sek í ár og var því ekki mjög langt frá sínu besta en hefði þurft að hlaupa á 54.97 sek þurfti til að komast áfram í undanúrslit.