hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
23.7.2016

ÍR leiðir stigakeppni kvenna og er í 2. sæti í heildarstigakeppninni á MÍ aðalhluta

ÍR leiðir stigakeppni kvenna og er í 2. sæti í heildarstigakeppninni á MÍ aðalhluta sem fram fer á Akureyri um helgina. ÍR hefur hlotið 15.183 stig en FH 17.520 stig. Kvennalið ÍR leiðir nokkuð örugglega stigakeppni kvenna með 8.574 stig og um 1160 stigum meira en næsta lið. Sigurvegarar úr röðum ÍR á fyrri degi voru Hlynur Andrésson í 1500m og Þorsteinn Ingvarsson í langstökki. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir sigraði í 100m og hljóp á ársbeta tíma 11,83 sek og Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í 1500m hlaupi en þar varð Fríða Rún Þórðardóttir í 2. sæti. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð 2. í 400m og bætti sig hljóp á 56.17 sek. Ívar Kristinn Jasonarson varð 2. í 100m á 10,90 sek sem er ársbesta hjá honum og Guðmundur Sverrisson varð 2. í spjótkastinu.  Í boðhlaupunum urðu sveitir ÍR í 2. sæti bæði í karla og kvennaflokki en mótsmet var sett í karlahlaupinu. Keppnin heldur áfram á morgun en þá er keppt í 18 greinum og þar á meðal eru margar sterkar greinar hjá ÍR-ingum.