hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
25.7.2016

ÍR hafnaði í öðru sæti á MÍ aðalhluta, konurnar sigruðu

Lið ÍR sigraði í stigakeppni kvenna á MÍ um helgina. ÍR konur hlutu 18.740 stig en lið FH 16.417 stig. Karlalið ÍR varð í 2. sæti með 13.598 stig en lið FH hlaut 21.033 stig. Í heildarstigakeppninni varð FH hlutskarpast með 37.450 stig en lið ÍR 32.328 stig. Sigurvegarar úr röðum ÍR á seinni degi voru Hlynur Andrésson í 5000m en hann varð 3. í 800m og hlaut þar dýrmæt stig. Ívar Kristinn Jasonarson sigraði í 400m grindahlaupi og gerði sér lítið fyrir og bætti sig 52,70 sek sem er flottur tími. Krister Blær Jónsson sigraði í stangarstökkinu stökk 4.62 m og stökk 10 cm hærra en næsti maður. Krister á flottri braut í stönginni. Þorsteinn Ingvarsson sigraði í þrístökki, Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi og Olympíufarinn Guðni Valur Guðnason í kringlukasti. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í 2. sæti í 200m og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir 3. Guðbjörg setti nýtt aldursflokkamet í flokkum 15 ára og 16-17 ára stúlkna, glæsilegur árangur hjá henni.  Guðbjörg gerði sér svo lítið fyrir og sigraði 400m grindahlaupið á fínum tíma. Sveit ÍR varð síðan í 2. sæti í 4 x 400m boðhlaupinu. Það var hörð barátta í þrístökkinu og sigraði Vilborg María Loftsdóttir og Helga Margrét Haraldsdóttir varð 3. Þrjár ÍR stúlkur í top 6 í þessari grein sem oft hefur átt undir högg að sækja. Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í 3000m og Fríða Rún Þórðardóttir varð 2. eftir mikinn endasprett og keppni við Helgu Guðnýju í Fjölni. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð síðan í 3. sæti í kringlukastinu og Vignir Már Lýðsson varð 2. í 5000m og Vilhjálmur Þór Svansson 3. Margar góðar greinar hjá ÍR liðinu en nokkra lykilkeppendur vantaði þar á meðal Anítu Hinriksdóttur og Huldu Þorsteinsdóttur og sem og Stefán Árna Hafsteinsson, Tristan Frey Jónsson, Snorra Sigurðsson og Sæmund Ólafsson.