hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
5.8.2016

50. Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvelli 6. ágúst

50. Bikarkeppni FRÍ fer fram á Laugardalsvelli 6. ágúst. Bikarkeppnin eru með heldur öðru sniði nú en undanfarin ár en aðeins er keppt einn dag og í mun færri greinum en gengur og gerist í Bikarkeppni FRÍ. 6 lið eru skráð til keppni og er lið ÍR eitt þeirra. Önnur eru lið Breiðabliks, FH A, FH B, UMSS, Norðurland, Fjölnir/Afturelding og HSK og karlalið Ármanns. Það að hafa færri greinar og styttra mót gerir fleiri félögum kleift að taka þátt í mótinu sem er mjög jákvætt. ÍR sendir vaska sveit til keppni en mun reyndar sakna Anítu Hinriksdóttur og Guðna Vals Guðnasonar sem eru fjarverandi vegna Ólypíuleikanna í RÍÓ. Ármenningar sakna Ásdísar Hjálmsdóttur sem einnig er stödd í RÍÓ. Það verður gaman að fylgjast með öflugri og snarpri keppni á morgun og hvetjum við alla sem áhuga hafa á frjálsum að mæta á völlinn og upplifa bikarstemminguna.