hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
9.8.2016

Tveir ÍR-ingar meðal keppenda á Ólympíuleikunum í RÍÓ

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Ólympíuleikarnir eru hafnir í allri sinni dýrð og keppni íslenska sundfólksins gefur frábæran tón fyrir þá keppendur sem á eftir koma. Til að mynda íslenska frjálsíþróttafólkið en þrír keppendur stíga á svið frjálsíþróttanna og mun Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsa keppni þeirra af sinni alkunnu snilld.

Guðni Valur Guðnason ÍR keppir í forkeppni kringlukastsins föstudaginn 12. ágúst kl. 12:30 að íslenskum tíma, Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir í undankeppni 800m hlaupsins miðvikudaginn 17. ágúst en keppnin hefst kl. 13:55 og Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppir í forkeppni spjótkastsins kl. 23:35 þriðjudaginn 16. ágúst. Nánar verður fjallað um einstaka keppendur og keppinauta þeirra er nær dregur keppnisdögunum.