hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
11.8.2016

Norðurlandamót Ungmenna 19 ára og yngri, 8 ÍR-ingar meðal keppenda

Norðurlandamót Ungmenna 19 ára og yngri fer fram í Kaplakrika 13.-14. ágúst. 26 keppendur frá Íslandi taka þátt í þessu flotta móti og eru 8 ÍR-ingar meðal keppenda. Það eru þau Andrea Kolbeinsdóttir (3000m hindrun), Dagbjartur Daði Jónsson (spjótkast), Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (200m, 400m grind, boðhlaup), Helga Margrét Haraldsdóttir (boðhlaup), Hildigunnur Þórarinsdóttir (100m grind, þrístökk), Thelma Lind Kristjánsdóttir (kúluvarp, kringlukast), Tiana Ósk Withworth (100m, boðhlaup) og Tristan Freyr Jónsson (100m, 200m, 110 m grindahlaup, langstökk, boðhlaup).

Keppnin hefst kl. 12:45 á laugardag og 10:20 á sunnudag. Við hvetjum alla til að mæta í Krikann og hvetja íslensku keppendurna til dáða.