hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
14.8.2016

Andrea Kolbeinsdóttir Norðurlandameistari í 3000m hindrunarhlaupi

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð í dagNorðurlandameistari í 3000m hindrunarhlaupi hún hljóp á tímanum 11.16.52 mín sem er hennar annars besti tími og 11 sek frá hennar besta en það hvar hvasst í hlaupinu í dag. Mjög flott hjá Andreu og hún hafði góða yfirburði í hlaupinu og kom 6 sek á undan næstu stúlku í mark. 

Tristan Freyr Jónsson varð 5. í 110m grindahlaupi á 15,06 sek og 7. í 200m hlaupi, 22.52 sek og loks í sveit Íslands í 4 x 400m boðhlaupi en sveitin varð í 4. sæti. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í 7. sæti í 200m hlaupinu á 25.36 sek og Hildigunnur Þórarinsdóttir varð 8. í 100m grindahlaupi.

Íslenska og danska liðið varð í síðasta sæti í stigakeppninni en lið Finna sigraði í pilta- og stúlknaflokki og þá samanlagt.