hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
16.8.2016

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum í RÍÓ

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum,í RÍÓ á morgun miðvikudaginn 17. ágúst en keppni í 800m hlaupi hefst kl. 13:55. Aníta er þar í hópi með 63 öðrum stúlkum allstaðar að úr heiminum sem náð hafa langþráðu lágmarki á leikana. Alls verða ræstir 8 riðlar í 800m hlaupi kvenna og er Aníta í 4. riðli. Aðeins 2 fyrstu úr hverjum riðli og 8 bestu tímar komast áfram í undanúrslit sem hlaupin eru á fimmtudag en þá fækkar stúlkunum niður í 8. Í riðli með Anítu eru 4 sem eiga betri tíma í ár en eins og við höfum séð getur allt gerst í íþróttunum, ekki síst á Ólympíuleikum, og Aníta er mjög sterk og án efa tilbúin að sýna sitt allra besta á morgun.

Við höfum fylgst náið með Anítu á vegferð hennar undanfarin ár, sigrum og mótlæti sem síðan hefur leitt hana til RÍÓ og nú sendum við henni sterka straum sem aldrei fyrr. Gangi þér vel Aníta okkar.