hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
17.8.2016

Aníta Hinriksdóttir með nýtt Íslandsmet í 800m hlaupi í RÍÓ

Aníta Hinriksdóttir ÍR gerði sér lítið fyrir og hljóp á nýju Íslandsmeti í 800m hlaupi á Ólympíuleikunum í RÍÓ þegar hún hljóp á 2:00,14 mín. Hún átti sjálf gamla metið 2:00,49 mín síðan árið 2013. Aníta hljóp frábærlega í einum af sterkustu riðlunum 800m hlaupsins þar sem hún varð í 6. sæti, fystu 200m voru á 28 sek, 400m á 58 sek og 600m á 1:29 mín. Í riðlinum voru sett tvö landsmet, fjórar bættu sinn besta tíma og ein hljóp á ársbesta. Aníta komst ekki áfram síðasti tíminn sem fór inn var 2:00.00 mín, litlu munaði því ef Aníta hefði hlaupið á 1:59,99 mín í stað 2:00.14 mín hefði hún komist í undanúrslit. Aníta var með 20. besta tíma hinna 64 keppenda sem er hreint glæsilegur árangur. Það er ljóst að gæðin í þessum undanrásum 800m hlaupsins eru gríðarleg. Alls voru sett 3 landsmet, 9 bættu sinn besta árangur og 20 sinn ársbesta tíma. Innilega til hamingju Aníta og Gunnar Páll frábært að ná Íslandsmeti á svo stóru móti