hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
1.9.2016

Grunnskólamót Reykjavíkur

Grunnskólamót Reykjavíkur hófst í dag í Laugardalshöll. Það voru sprækir nemendur úr 6. bekk sem riðu á vaðið og kepptu þeir í Kúluvarpi, langstökki, 60m hlaupi, 600m hlaupi og síðasta grein var 5x60m boðhlaup. Mótið er stigakeppni á milli skóla og það var Rimaskóli sem bar sigur úr bítum í samanlagðri stigakeppni með 553 stig. Í öðru sæti urðu nemendur Grandaskóla með 278,5 stig og Sæmundarskóla nemendur urðu í þriðja sæti með 212 stig. 

Það er frjálsíþróttaráð Reykjavíkur sem heldur mótið en það samanstendur af Ármanni, Fjölni, ÍR og KR.  

Öll úrslit má sjá í Þór mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands.