hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
2.9.2016

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sterku móti í Hollandi 4. september

Aníta Hinriksdóttir keppir í 800m hlaupi á Klaverblad Arena games í Hilversum í  Hollandi 4. september, þetta er í sömu borg og Hafdís Sigurðardóttir setti sitt nýjasta Íslandsmet í langstökki fyrr í sumar. Aníta fær þarna frábæra keppni en meðal keppenda verða Halimah Nakayi frá Uganda sem á best 1:59.78 mín,  Sanne Verstegen frá Holland með besta tíma 2:00.44 mín og Eglay Nalyanya frá Kenia sem á best 2:00.98 mín. 

Óskum Anítu góðs gengis.