hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
20.9.2016

Leitað að Usain Bolt í Breiðholti

Heilsueflandi Breiðholt og ÍR halda utan um framkvæmd og skipulagningu Viku hreyfingar og íþrótta í Breiðholti. Alþjóðlega heiti vikunnar er FeelEwos. Verkefnið er styrkt af Erasmus+. Auk þeirra 2000 barna sem taka þátt í spretthlaupinu í Breiðholti eru önnur 10 þúsund börn á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Króatíu og Tyrklandi sem taka þátt í verkefninu. Þetta Evrópuverkefni er því sannarlega viðamikið og spennandi og rímar vel við hreyfingaráherslu Heilsueflandi Breiðholts á komandi vetri. 
 
Laugardaginn 24. september kl. 11:00-12:30 fer síðan fram lokahátíð í Íþróttahúsinu við Austurberg. Þar verður gerð tilraun til að setja Íslandsmet í fjöldareiptogi auk þess sem boðið verður upp á létta hreyfingu og heilsusamlega næringu. Allir íbúar Breiðholts eru eindregið hvattir til að mæta á lokahátíðina.