hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
27.9.2016

Hið árlega golfmót Í.R

Hið árlega golfmót Í.R. fór fram í dásemlegu veðri á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ sunnudaginn, 25. september.
Það er skemmst frá því að segja að nýr golfmeistari ÍR fyrir árið 2016 var krýndur og var það enginn annar
en Eggert Sverrisson.  Eggert vann næsta auðveldlega sem sýnir að það er ekki  tilviljun að hann er ekki
aðeins meðlimur í Einherjaklúbbnum og heldur nálgast hann óðfluga 9 í forgjöf!
Höggleikur með forgjöf (punktakeppni).
1. sæti - Eggert Sverrisson 33 punktar 
2.sæti - Þorleifur Árni Björnsson 29 punktar (fleiri á seinni)
3. sæti - Óskar Ingi Gunnarsson 29 punktar
Höggleikur án forgjafar 
Siggeir Kolbeinsson (samt á lélegu skori að eigin sögn)
Nándarverðlaun 1. hola Magnús Ólafsson
Nándarverðlaun 9. hola Þorleifur Árni Björnsson
Nándarverðlaun 12. hola Siggeir Kolbeinsson
Nándarverðlaun 15. hola Eggert Sverrisson
Sérstök verðlaun fóru til:
Vigfúsar Þorsteinssonar fyrir besta nýting vallar og sandgryfja. Vigfús fékk einnig fæsta punktar í sögu golfmóts ÍR en að sama skapi setti hann líka met í flestum puntkum á einni holu eftir glæsilegan fugl á tíundu holu.  Vigfúsi kom sá árangur alls ekki á óvart og er að eigin sögn raunverulegur sigarvegari mótsins. Það þyrfti annars aðstoða NASA við að reikna skorið hjá Vigfúsi og því tafðist verðlaunaafhending örlítið.
Birgis Blomsterberg fyrir flest högg í einni sandgryfju. 
Einar Hólmgeirsson var valinn besti nýliðinn og bjartasta von ÍR í golfi og Egill Skorri Vigfússon fékk viðurkenningu fyrir að vera yngsti keppandinn frá upphafi í golfmóti ÍR.  Hrafn Margeirsson fyrir að valinn áhugasamasti áhorfandinn og Guðmundur Jónsson var valinn þolinmóðasti golfarinn.
Árni Birgisson var heiðraður fyrir besti stuðningurinn og Stefan Harald Berg Petersen var þakkað fyrir að vinna ekki mótið en er hann með lengsta nafnið í sögu golfmóts ÍR og hefði því nafnið hans hreinlega ekki passað á skjöldin.
Allur ágóði af golfmótinu er ráðstafað í styrktarsjóð ÍR, Magnúsarsjóðinn.
En enn og aftur óskum við Eggert Sverrissyni til hamingju með titilinn, golfmeistari ÍR árið 2016!