hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Lesa frétt
28.9.2016

Yfirlýsing íbúafundar í Breiðholti um aðstöðuuppbyggingu fyrir ÍR og lóðaúthlutun fyrir atvinnustarfsemi í Suður-Mjódd.

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í hátíðarsal Breiðholtsskóla, mánudaginn 26. september 2016, í kjölfar upplýsinga um að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stefnir að því að samþykkja viljayfirlýsingu fyrir úthlutun lóðar í Suður-Mjódd undir atvinnustarfsemi. Um er að ræða 24 þúsund fermetra lóð undir bílaumboð með tilheyrandi þjónustu. Lóðin er við uppbyggingasvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem setið hefur eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélög annarra hverfa Reykjavíkur.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á fundinum:

Að á landsvæði Suður-Mjódd rísi eingöngu mannvirki sem tengjast íþróttum, útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og/eða útivist.

Að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR dags. 24. apríl 2008. Þess er krafist að Reykjavíkurborg setji byggingu íþróttamiðstöðvar ÍR í Suður- Mjódd á fjárhagsáætlun ársins 2017.

Að horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist. Ef þrengt verður meira að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd með áframhaldandi uppbyggingu annarra mannvirkja en íþrótta og útivista er verið að takmarka möguleikann til frekari uppbyggingar - með tilheyrandi skerðingu fyrir komandi kynslóðir.