Fréttir
6.5.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Hreinsunardagur ÍR

ÍR-ingar ætlar að taka þátt í hreinsunarátak Reykjavíkurborgar. 

Við hvetjum sem flesta ÍR-ingar að koma og hjálpa til við að hreinsa allt sýnilegt rusl í næsta nágrenni við ÍR mánudaginn 9. maí næstkomandi kl. 17:00.   

 

Meðlimir körfuknattleiksdeild ÍR stjórna hreinsunaraðgerðum.  Þeir ætla að fjölmenna og hreinsa rusl á tveimur svæðum þ.e. í dalnum fyrir ofan ÍR svæðið frá Skógaseli í vestri að Seljaskóla í austri og á svæðinu við Árskóga.

Hreinsunin er unnin í samráði við Reykjavíkurborg og er liður í að ljúka trjámálinu milli ÍR og borgarinnar.

Aðalstjórn ÍR

29.1.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Verðlaunahátíð ÍR

Í kvöld föstudagskvöld 29. janúar kl. 20:00 verður árleg verðlaunahátíð ÍR haldin í ÍR-heimilinu.  Á hátíðinni verða heiðraðir bestu íþróttamenn allra deilda félagsins í karla og kvennaflokki árið 2015.  Úr þeim hópi hefur aðalstjórn félagsins valið íþróttakonu og íþróttakarl ÍR fyrir árið 2015 sem verða heiðruð við sama tækifæri.  Það verður því fjöldi afreksmanna ÍR sem fá verðskuldaðar viðurkenningar á hátíðinni fyrir frábæran árangur í íþróttasviðinu árið 2015. 

Allir ÍR-ingar velkomnir á hátíðina. 

29.12.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Gleðilegt Nýtt ár.

Þann 4 janúar 2016 þá opnast fyrir skráningar á vorannir. Skráningar fara fram hér https://ir.felog.is/  Þeir sem ætla að nýta sér frístundastyrki þurfa að hafa íslykil eða rafræn skilríki. 

7.12.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Æfingum aflýst í dag

Ágætu ÍR-ingar og aðstandendur 

Vegna slæmrar veðurspár og tilmæla  frá  lögreglu um að fólk sé ekki á ferðinni seinni partinn er öllum íþróttaæfingum á vegum ÍR aflýst í dag.

Gert er ráð fyrir að æfingar verði með eðlilegum hætti þriðjudaginn 8. desember. 

F.h. ÍR

Þráinn Hafsteinsson
Íþróttastjóri

16.11.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍR-ings í karate

IMG_2197ÍR-ingar sem kepptu í Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite náðu glæsilegum árangri og lönduðu fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍR í karate. 
Sverrir Ólafur Torfasson ÍR varð Íslandsmeistari í flokki karla í +84 kg þyngdarflokki og Diego Valencia varð í 2. sæti í sama flokki. Aron Anh Ky Huynh ÍR varð í 2. sæti í flokki karla í 67 kg þyngdarflokki og Kristján Helgi Carrasco ÍR varð í 3. sæti í flokki karla í -75 kg þyngdarflokki.
Í opnum flokki og hafnaði Sverrir Ólafur Torfasson í 2. sæti og
Kristján Helgi Carrasco í 3. sæti.

29.10.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Foreldranámskeið í karate

ÍR-karate býður öllum foreldrum og öðrum aðstandendum á frítt námskeið í karate í þrjár vikur . Farið verður rólega af stað. Einungis að mæta í æfingargalla (jogging) og við erum klár í slaginn. Karate er góð, skemmtileg og fjölhæf íþrótt sem bætir andlegt og líkamlegt atgervi.   Frábært tækifæri til að læra meira um þessa íþrótt sem börnin okkar stunda og geta um leið veitt þeim stuðning.

Tímarnir verða á þriðjudögum kl: 18.50-19.50. og fimmtudögum kl: 18.50-19.50. í Fellaskóla þar sem áður var Fellahellir.  Námskeiðstímabil 27. október.-12. nóvember.  Þeir sem vilja halda áfram eftir námskeiðið fá góð afsláttarkjör á æfingagjöldum til áramóta.

Hlökkum til að sjá ykkur

Stjórn ÍR-karate og þjálfari

8.9.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Karate hjá ÍR

Iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar sem undanfarin ár hafa æft, keppt og starfað í karate í nafni Leiknis hafa fært sig til ÍR. 

Æfingar í karate hefjast undir merkjum ÍR mánudaginn 14. september.   
Æfingatafla og staðsetning æfinga verður auglýst síðar í vikunni hér á síðunni.

 

Karateæfingar ÍR verða liður í að efla íþróttaframboð ÍR í Efra-Breiðholti.   Karatestarfið mun fá aðstöðu í Efra- Breiðholti sem ekki hefur verið nýtt fyrir íþróttir áður og keppir því ekki við aðrar greinar innan ÍR um aðstöðu.  Eins og hefð er fyrir um annað íþróttastarf ÍR  byggir starfið í kringum karate á framlagi áhugasamra sjálfboðaliða.  Hér er um tilraunverkefni að ræða og  í vor verður lagt mat á hvort framhald verður á.

 

Iðkendur, þjálfarar og sjálfboðaliðar sem nú munu æfa, keppa og starfa undir merkjum ÍR eru boðnir velkomnir í félagið og óskað góðs gengis.