hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta

Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta 5-10 ára

Fjörkálfanámskeiðin eru fyrir hádegi, vikulöng og ætlað stelpum og strákum f. 2003–2007. Á námskeiðunum fá börnin tækifæri til að iðka bæði fótbolta og frjálsíþróttir í bland við ýmsa leiki og útiveru. Á hverju námskeiði verður ákveðið þema sem gera námskeiðin enn skemmtilegri og skapar fjölbreytni milli vikna, hugsað fyrir þá sem vilja koma á mörg námskeið.

Gæsla er í boði kl. 08.00–08.30 fyrir þá sem nauðsynlega þurfa, en námskeiðið sjálft er kl. 08.30–12.30. Börnin hafa með sér nesti sem er borðað um kl.10.30.

Í íþróttagreinunum tveimur verða börnin að hluta til saman en einnig verður þeim skipt upp í smærri hópa eftir aldri og kunnáttu í viðkomandi grein. Börnin fá að upplifa íþróttirnar sem hreina skemmtun í góðum félagsskap þar sem allir standa jafnir. ÍR er með úrvalsfólk á sviði íþrótta og fólk sem vant er að umgangast börn og mun það kenna öll helstu tækniatriði beggja íþróttagreinanna og leggja áherslu á að börnin fái sem mest út úr námskeiðunum. Fótboltaskóli ÍR hlaut árið 2012 viðurkenningu frá U.E.F.A og fær því að nota grasrótarmerki U.E.F.A.  en það er gæðastimpill og staðfestir það að knattspyrnudeildin standist allar þær kröfur sem KSÍ og U.E.F.A setja um uppeldi ungra knattspyrnumanna og kvenna í fótboltaskólum félagsins. Viðurkenningin er veitt í eitt ár í senn og þarf því að endurnýja á hverju ári, en það er stefna knattspyrnudeildarinnar að viðhalda henni um ókomna framtíð.

Öllum þátttakendum verður veitt viðurkenning að námskeiði loknu og í lok mánaðar er Fjörkálfahátíð fyrir alla sem sótt hafa námskeið í þeim mánuði. Mót og grill á þeim degi.

Aðstaða fyrir fótbolta og frjálsíþróttir er mjög góð við félagsheimili ÍR að Skógarseli, t.a.m. er til afnota einn fullkomnasti gervigrasvöllur landsins.

Námskeið                                                       Verð

  1. Námskeið  10.-14.júní                                   5.500 kr.
  2. Námskeið  18.-21.júní                                   5.500 kr.
  3. Námskeið  24.-28. júní                                  5.500 kr.
  4. Námskeið  1.-5.júlí                                        5.500 kr.
  5. Námskeið  8.-12.júlí                                      5.500 kr.
  6. Námskeið  15.-19.júlí                                    5.500 kr.
  7. Námskeið  22.-26.júlí (lágmark 15)               5.500 kr.

Umsjónaraðilar námskeiða fara á námskeið hjá ÍTR og eru starfsmenn íþróttahúss með skyndihjálparréttindi.

Skráning á námskeiðin er þegar opin og fer hún fram á vef félagsins www.ir.is og gengið er frá greiðslu við skráningu. Ef greitt er með öðrum hætti þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 587-7080.

Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda ekki á sumarnámskeið því tímabil námskeiða þarf að spanna 10 vikur.

uefa2_large            Fjorkalfar 2   IMG_2886

IMG_2877   IMG_2876