hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Frjálsíþróttaskóli ÍR

Frjálsíþróttaskóli ÍR


Skólinn er fyrir alla krakka á aldrinum 11-14 ára. Haldin verða tvö námskeið fyrir byrjendur og fimm fyrir lengra komna. Á byrjendanámskeiðunum verður leitast við að kenna grunninn í greinum frjálsra íþrótta og kynna þær fyrir nemendum. Á námskeiðum fyrir lengra komna er markmiðið að auka við þá færni sem fyrir er og kafa dýpra. Í hverri viku verður námskeiðið brotið upp með t.d. sundferð, hjólaferð eða öðru í þeim dúr.

Dagsetningar námskeiða (verð)
1. 9.-13. júní (9.000 kr)
2. 16.-20. júní (9.000 kr)
3. 16.-20. júní - Byrjendur (4.500 kr)
4. 7.-11. júlí (9.000 kr)
5. 14.-18. júlí (9.000 kr)
6. 21.-25. júlí (9.000 kr)
7. 11.-15. ágúst - Byrjendur (4.500 kr)


Stað- og tímasetningar: Námskeiðin verða á íþróttasvæði ÍR við skógarsel. Byrjendanámskeiðin eru frá 9:00 - 11:00 og lengra komnir eru frá 11:00 - 15:00.

Leiðbeinendur: Brynjar Gunnarsson og Helgi Björnsson
Skráning og allar nánari upplýsingar: www.ir.is/skoli
Frjálsíþróttadeild ÍR stendur fyrir námskeiðinu