hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Handboltaskóli ÍR

Handboltaskóli ÍR

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997.
Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.
Reyndir handboltaþjálfarar stjórna námskeiðunum og kunnir handboltakappar koma í heimsókn. Öll helstu tækni og taktísk 
atriði nútímahandbolta kennd ásamt því hugarfari sem þarf til að verða afreksmaður. Mikil áhersla á einstaklingsmiðaða 
tilsögn. Síðasti dagur námskeiðanna verður á léttu nótunum og verðlaun og viðurkenningar veittar. Foreldrar eru velkomnir 
síðasta daginn.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst
Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30
 
Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is
 
Nánari upplýsingar í síma 821-8788 eða hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080 
Handknattleiksdeildar ÍR stendur fyrir handboltaskólanum.