hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Íþrótta- og leikjanámskeið

Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR fyrir 5-9 ára börn

Þetta vikunámskeið er bæði fyrir stelpur og stráka f. 2004–2007. Á námskeiðinu verður farið í fullt af leikjum, s.s. ratleiki, gamla góða útileiki, börnin reyna sig í nokkrum íþróttagreinum, leggja stund á hornsílaveiðar, fara í vettvangsferð og fá andlitsmálun á lokadegi o.fl.  Með þessu öllu stuðlum við að fjölbreyttri hreyfingu fyrir börnin og skemmtilegri upplifun enda einstaklega áhugavert námskeið á ferð. Þess fyrir utan er umhverfi ÍR stórbrotið og margt hægt að gera í gönguferðum.

Námskeiðin eru í boði allan daginn, frá kl.09.00–16.00, eða hálfan dag fyrir þá sem þess óska. Börnin hafa jafnframt kost á að vera í gæslu kl.8.00–09.00 og kl.16.00–17.00 dagana sem þau eru á námskeiðinu foreldrum að kostnaðarlausu. Hverju námskeiði lýkur með afhendingu viðurkenningarskjala og grillveislu í hádeginu.

Námskeið:                                    Verð: heill dagur / ½ dagur

  1. Námskeið 10.-14.júní             8.500 kr. / 4.400 kr.
  2. Námskeið 18.-21.júní             7.000 kr. / 3.600 kr.
  3. Námskeið 24.-28.júní             8.500 kr. / 4.400 kr.
  4. Námskeið 1.-5.júlí                  8.500 kr. / 4.400 kr.
  5. Námskeið 8.-12.júlí                8.500 kr. / 4.400 kr.
  6. Námskeið 15.-19.júlí              8.500 kr. / 4.400 kr.
  7. Námskeið 22.-26.júlí              8.500 kr. / 4.400 kr.
  8. Námskeið 29.júlí-2.ágúst       8.500 kr. / 4.400 kr.

Verð: -hálfur dagur í heila viku kostar 4.400 kr. og allur dagurinn kostar 8.500 kr.

Fagaðilar sjá um þessi námskeið, íþróttafræðingar eða þjálfarar með reynslu. Einnig koma að námskeiðunum valdir nemendur í 9. og 10. bekk sem bera hag barnanna fyrir brjósti. Umsjónaraðilar námskeiða fara á námskeið hjá ÍTR og eru starfsmenn íþróttahúss með skyndihjálparréttindi. Íþróttafræðingur kennir sundið en hún hefur einnig lært þjálfun hjá ÍSÍ og hjá Sundsambandi Íslands, sem og kennt sund í nokkru ár hjá Ægi og býr að sundlaugavarðarprófi.

Skráning á námskeiðin er hafin og fer hún fram á vef félagsins www.ir.is og gengið er frá greiðslu við skráningu. Ef greitt er með öðrum hætti þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 587-7080.

Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda ekki á sumarnámskeið því tímabil námskeiða þarf að spanna 10 vikur.

Ithrotta- og leikjan. 1      Ithrotta- og leikjan. 2    

Ithrotta- og leikjan. 3