hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Júdónámskeið

Júdónámskeið ÍR,  fyrir fermingarárganginn ('99) og eldri

Í maí -júlí verður haldið 18 æfinga judonámskeið hjá ÍR fyrir alla sem fæddir eru 1999 eða fyrr.  Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum milli klukkan 18:30 til 20:00 fyrir aldurshópinn 14 ára og eldri.  Þeir sem vilja prófa Judo geta fengið að prófa nokkrar æfingar áður en þeir borga æfingagjöld.  Vel er tekið á móti nýliðum.  Fyrstu æfingarnar snúast um að kenna jafnvægi, brögð og veltur.  Byrjendum er aldrei kastað í gólfið fyrr en þeir hafa lært að lenda án nokkurs sársauka. 

Námskeið:                                      Verð:

Mið.18:30-20:00 6.maí-10.júlí      15.000 kr.

Margir rugla Judo saman við sjálfsvarnaríþróttir eins og Karate.  Judo er glímuíþrótt þar sem keppendur taka glímutök í jakka hvors annars og reyna að kasta andstæðingnum þannig að hann lendi á bakinu.  Ef kastbragðið tekst ekki nógu vel heldur viðureignin áfram í gólfinu þar sem meðal annars er hægt að sigra með áhrifaríkum fastatökum.  Iðkun Judo eykur mjög styrk,  úthald,  liðleika og snerpu iðkenda.  Þó að Judo sé öflug sjálfsvörn þá er Judo fyrst og fremst íþrótt en ekki leið til að standa öðrum framar í átökum.  Þess vegna er lögð áhersla á að iðkendur forðist átök utan æfinga og keppni.  Mikil áhersla er lögð á drengilega framkomu og jákvæðan aga þannig að iðkendur beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Garðar Elís Arason, Gísli Fannar Vilborgarson og Kjartan Magnússon.  Námskeiðið er 9 vikur og kostar 15.000 kr. Það fer fram í ÍR heimilinu, Skógarseli 12.  Nánari upplýsingar fást hjá ÍR í síma 5877080.

Skráning á námskeiðin er hafin og fer hún fram á vef félagsins www.ir.is og gengið er frá greiðslu við skráningu. Ef greitt er með öðrum hætti þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 587-7080.

Frístundakort Reykjavíkurborgar gilda ekki á sumarnámskeið því tímabil námskeiða þarf að spanna 10 vikur.

leik 5 + judo 156    leik 5 + judo 143   judo2   big (370 x 600)