hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Körfubolta- og leikjanámskeið

Körfuknattleiksnámskeið ÍR

Körfuknattleiksdeild ÍR mun standa fyrir námskeiðum fyrir alla krakka á aldrinum 6 – 11 ára. 
Umsjónarmenn námskeiðanna eru leikmenn úr meistaraflokki en þeim til aðstoðar eru leikmenn úr 
yngri flokkum félagsins. Á námskeiðunum verður farið yfir öll helstu grunnatriði körfuknattleiks eins og til dæmis knattrak, sniðskot, stökkskot, sendingar og samspil. Samhliða þessum grunnatriðum verður farið í hina ýmsu körfuknattleiks leiki og mun skemmtun og leikgleði vera höfð að leiðarljósi. Í lok hvers námskeiðs verður svo krýndur Stinger meistari ÍR. Í hverri viku verður þó námskeiðið brotið upp með öðrum viðburðum eins og til dæmis sundferð eða hjólaferð. 

Hvert námskeið er fimm morgnar. Gæsla er í boði frá kl. 08:00–08:30 fyrir þá sem þurfa, en 
námskeiðið sjálft stendur yfir daglega frá kl. 08:30–12:30. 
Börnin hafa með sér nesti og gott væri ef þau tækju með sér vatnsbrúsa. 

Staðsetning: Íþróttahúsið við Seljaskóla
Verð: 7.000.- krónur fyrir hvert námskeið
Skráning: www.ir.is og hjá starfsfólki ÍR í síma 5877080
Námskeið: 1. 9.-13. júní
2. 16.-20. júní*
3. 23.-27. júní
4. 30. júní - 4. júlí
*Ekki er námskeið 17. júní en börnunum er frjálst að mæta einn dag í vikunni á eftir