hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Haukur
Framkvæmdastjóri ÍR

Framkvæmdastjóri aðalstjórnar sér um framkvæmdastjórn á ákvörðunum aðalstjórnar og er ábyrgur gangvart aðalstjórn félagsins og tekur fyrirmæli þaðan. Eftirlit með að lögum félagsins og íþróttanámsskrá sé framfylgt.
Helstu starfsvið framkvæmdastjóra:
 • Allir starfsmenn félagsins heyra undir stjórn framkvæmdastjóra.
 • Gerð fjárhagsáætlunar.
 • Ábyrgð á rekstri félagsins.
 • Fjáröflun félagsins.
 • Auglýsinga-flettiskilti aðalstjórnar.
 • Heimasíðan og kynningarmál svo sem Breiðholtsblaðið.
 • Ársskýrslur félagsins.
 • Aðalfundir aðalstjórnar og deilda.
 • Lög félagsins og íþróttanámsskrá.
 • Bréfaskriftir og fundargerðir aðalstjórnar.
 • Kosning íþróttamanns ÍR.
 • Samræming á fjáröflun deildanna.
 • Sérstök aðstoð við meistaraflokka deildanna við rekstur þeirra.
 • Samræming á ferðamáta og samningar þar um.
 • Samræming á búningum félagsins.
 • Samningar félagsins og deilda við þjálfara og leikmenn.
 • Gera ÍR að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ.
 • Ráðgjöf og eftirlit með ráðningu þjálfara.
 • Umsjón með landi ÍR á Hellisheiði.
 • Samskipti við ÍTR og ÍBR varðandi umsóknir um styrki.
 • Heiðursmerki félagsins.

Til baka