hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Jakob

Umsjónarmaður ÍR heimilis og íþróttasvæðis

Umsjónarmaður sér um daglegan rekstur, stjórnun, framkvæmdir, viðhald og eftirlit og er undir stjórn framkvæmdastjóra. Hann ber ábyrgð á því að verk- og framkvæmdaáætlunum sem gerðar eru af framkvæmdastjóra og stjórn Íþróttafélags Reykjavíkur og byggingarnefnd þess sé fylgt eftir og standist í smáatriðum.
Hann sér um símaþjónustu og upplýsingagjöf.
Helstu atriði sem umsjónarmaður skal sinna eru að:

  • Setja upp verkáætlanir.
  • Annast ráðningu vallarstarfsmanna íþróttasvæðis og gerð ráðningarsamninga í samráði við framkvæmdastjóra félagsins.
  • Stjórna starfsmönnum og sjá um að skipuleggja störf þeirra og tíma með verkaskiptingu og verkáætlunum.
  • Halda skýrslur um notkun íþróttasala og sérstaka dagbók yfir vellina auk skýrslu um framkvæmdir hvers sumars.
  • Sjá um útleigu sala og eftirlit með notkun íþróttasala og félagsaðstöðu.
  • Afla upplýsinga og uppfræða starfsmenn um hirðingu vallarsvæðis og félagsaðstöðu.
  • Veita allar þær upplýsingar sem tiltækar eru um starfsemi félagsins almennt

Til baka