16.1.2012
Kjör á Íþróttamanni og Íþróttakonu ÍR fyrir árið 2011
Sunnudaginn 22.janúar kl.13:00 fer fram kjör á íþróttamanni- og konu ÍR fyrir árið 2011. Einnig verða kjörnar bestu íþróttakonur og íþróttamenn allra deilda félagsins. Kjör þetta verður það 20. í röðinni og fer fram með viðhöfn í ÍR-heimilinu, 2.hæð.
Léttar veitingar verða í boði og eru allir velkomnir.
Við hvetjum ÍR-inga og aðra velunnara félagsins til þess að mæta og heiðra þetta frábæra íþróttafólk.
15.1.2012
Frábær árangur hjá Helgu Maríu á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Innsbruck
ÍR´ingurinn Helga María Vilhjálmsdóttir varð í 15 sæti í „Super Combined“ í dag á vetrarólympíuleikum ungmenna í Innsbruck í Austurríki. Á leikunum keppa um 1.000 íþróttamenn frá yfir 60 löndum í þeim 15 íþróttagreinum sem eru á dagskrá Vetrarólympíuleika. Ísland sendir þrjá keppendur á leikana. Hægt er að fylgjast með úrslitum á www.fisski.com og www.innsbruck2012.com
12.1.2012
Street dans Brynju Péturs

Þann 16.janúar hefst Street dans námskeið Brynju Péturs. Hiphop, dancehall, House, Waacking, Break dans, ofl. Til að sjá nánari upplýsingar smellið á myndina.
Stundartafla og skráningar á
http://brynjapeturs.is
10.1.2012
ÍR Handbolti er málið 2.tbl. tímabilið 2011-2012 er komið út. Ert þú í blaðinu okkar ??

Vetrarstarf handknattleiksdeildar ÍR er nú hálfnað og seinni hluti tímabils farinn í fullt og því er við hæfi að annað tölublað af " ÍR Handbolti er málið" fyrir tímabilið 2011-2012 komi út. Við höldum áfram frá því þar sem frá var horfið í fyrsta tölublaði og förum yfir það helsta sem gerðist í október, nóvember og desember hjá yngri flokkum okkar. Þessir krakkar eru til fyrirmyndir fyrir félagið og hverfið okkar sem við megum öll vera stolt af.
Tímaritið kemur áfram út sem "Interactive PDF " þannig að hægt er að smella á tákn og hlekki inn í blaðinu til að skoða nánar myndir, video eða annað sem tengist viðkomandi frétt á Facebook eða bloggi ÍR handbolta.
Interactive " Handbolti er málið" issuu opnast í nýjum glugga ef smellt er á blaðið hér
Meira »
6.1.2012
Hafþór Harðarson keilari í 14.sæti

Hafþór Harðarson keilari úr ÍR varð í 14. sæti í kjöri til Íþróttamanns ársins 2011, þetta er fábær árangur og í fyrsta skipti sem einhver úr keilu fær stig í þessu kjöri.
5.1.2012
Skráning iðkenda komin á fullt
Núna eru æfingar að hefjast aftur eftir jólafrí og hægt er að skrá og borga á námskeiðin á skráningarsíðu okkar ( muna samþykkja skilmála fyrst ).
Greiðslur með Frístundakorti eru samtengdar kerfinu svo að það er létt mál að ráðstafa styrknum og fara svo aftur inní skráningarsíðuna og haka aftur við Frístundakortið og klára greiðsluferlið.
Greiðslur með kreditkorti og Frístundakorti gerið þið sjálf. Ef greiða á með öðrum hætti þarf að hafa samband við skrifstofu ÍR á skrifstofutíma kl. 10:00 – 16:00 s. / .
Mjög góðar leiðbeiningar um skráningarferlið eru á heimsíðu ÍR.
Sérstakur skráningardagur fyrir þau ykkar sem þurfið aðstoð við skráningu verður hér í ÍR heimilinu í 16. janúar kl. 18 – 20.
Foreldrar, fjölmennum svo á hinn margumtalaða Þorrafagnað sem haldinn verður í Íþróttahúsi Seljaskóla 28. janúar n.k. Frábærir skemmtikraftar halda uppi fjörinu og maturinn frá Múlakaffi klikkar ekki.
Við hvetjum alla foreldra til að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðum hópi ÍR - inga.
ATH. 18 ára aldurstakmark.
Mjög mikilvægt er að gengið sé sem fyrst frá skráningu, ef ekki er búið að ganga frá skráningu er ekki mögulegt að skrá viðkomandi iðkenda á mætingalista eða taka þátt í keppni á vegum félagsins. Vinsamleg tilmæli til forráðamanna eru að skrá iðkendur fyrir 20. janúar nk.
3.1.2012
Skráningarsíða ÍR liggur niðri í dag 3. janúar og á morgun 4. janúar vegna tæknilegra vandamála.
30.12.2011
Hafþór með 10. fullkomna leikinn í keilu
Nú rétt í þessu spilaði Hafþór Harðarson sinn 10. fullkomna leik(300) í keppni, hann spilaði í móti sem er viðurkennt af Sænska sambandinu og þurfti að spila 12 leiki hann spilaði 2890 eða 240 meðaltal.
Fyrirtækjadeildin
hefst fim. 15. september
Mótið er haldið á gervigrasi ÍR í . Spilað er öll fimmtudagskvöld frá 19:00-22:00. Hvert lið á einn leik hvert fimmtudagskvöld.
Fjöldi leikmanna á velli eru 6 (1 markmaður og 5 útileikmenn). Spilað er á 1/4 velli.
Leiktími er 2x20 mínútur. Lið mega vera blönduð.
Verðlaun
1. sæti 50.000 kr. úttekt á Hamb.fabrikkunni og 10 kassar af bjór.
2. sæti 30.000 kr. úttket á Hamb.fabrikkunni og 5 kassar af bjór.
2 lið, sem eru með 100% mætingu, verða dregin út og fær hvort lið 25.000kr. úttekt á Hamborgarafabrikkunni.
Smelltu hér til að skrá lið til keppni: http://ir.is/Deildir/Knattspyrna/Fyrirtaekjadeild/Skraning/
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: http://ir.is/Deildir/Knattspyrna/Fyrirtaekjadeild/