Frjálsar
5.9.2011 ingolfur

ÍR-strætó

Akstur sérstaks Breiðholtsstrætó á vegum ÍR er hafinn. Leiknir nýtur einnig góðs af í samstarfi félaganna í yngri flokkum kvenna.
Ekið er á milli grunnskóla og íþróttahúsa. Leiðin hefst hjá Breiðholtsskóla og liggur síðan til Ölduselsskóla, Seljaskóla, Austurberg/Hólabrekkuskóla, Fellaskóla, Seljaskóla, Ölduselsskóla og aftur til Breiðholtskóla. Fyrri ferðin hefst 14:20 og endar 15:10 og seinni ferðin hefst 15:20 og endar 16:11. Það vakti athygli þegar gulur ÍR-strætóinn birtist á gömlu biðstöðinni við Arnarbakka. ÍR-strætó mun styrkja starf yngri flokka og gera fleiri börnum mögulegt að sækja æfingar í sinni íþrótt hvar sem er á félagssvæði ÍR.
Forráðamenn barna á frístundaheimilum þurfa að láta vita á viðkomandi frístundaheimili á hvaða æfingu barnið á að fara. Einnig senda á
Áætlun vagnsins má nálgast hér.

4.9.2011 Inga Dís Karlsdóttir

Hlaup vikunnar - árangur ÍR skokkara

ÍR skokkarar voru meðal þátttakenda í Fossvogshlaupi Víkings, Brúarhlaupinu Selfossi, Reykjanesmaraþoninu og Þríþraut VASA sem fór fram Bolungarvík og Ísafirði.  Þóra Björg Magnúsdóttir var í 3ja sæti í hálfmaraþoninu á Selfossi, en hálfamaraþonið var jafnframt Íslandsmeistarmót.  Sjá árangur undir meira.
4.9.2011 Margrét Héðinsdóttir

NM undir 20 ára - Aníta þriðja í 1500 m hlaupinu

NM undir 20 ára heldur áfram í dag. Aníta Hinriksdóttir fylgir heldur betur eftir frábærum árangri frá í gær þegar hún varð Norðurlandameistari í 800 m hlaupinu og vann til bronsverðlauna í 1500 m hlaupinu á  4:28,59 mín. sem er frábær bæting hjá henni og nýtt aldursflokkamet í flokki 15 ára stúlkna. Besta tíma átti Aníta frá því í Bikarkeppninni fyrr í sumar 4:36,07 mín.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð 6. í 200 m hlaupinu á 25,77 sekúndum og Ívar Kristinn Jasonarson varð 8. í 200 m hlaupinu hjá körlunum en hann hljóp á 22,71 sekúndu.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ sigraði í langstökki þegar hún stökk 6,08 m.
3.9.2011 Margrét Héðinsdóttir

NM undir 20 ára - Aníta sigraði í 800 m hlaupinu- góður dagur hjá ÍR-ingunum

Norðurlandameistaramót undir 20 ára fer fram um helgina í Kaupmannahöfn. Átta ÍR-ingar eru í 17 manna hóp Íslands á mótinu.
Aníta Hinriksdóttir sigraði í 800 m hlaupinu á nýju persónulegu meti 2:08,64 mín. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Anítu því hún er að keppa við stúlkur sem eru allt upp í fjórum árum eldri en hún.
Hilmar Örn Jónson hefur lokið keppni í sleggjukasti (6kg). Hilmar Örn varð í 7. sæti með kast upp á 55,47 m sem er alveg við hans besta með 6kg sleggju. Þetta er glæsilegur árangur hjá þessum unga kastara en hann er tveim til þrem árum yngri en keppinautarnir á þessu móti.
Arna Stefamía Guðmundsdóttir varð 4. í 400 m hlaupinu aðeins tveim sekúndubrotum á eftir næstu stúlku. Hún hljóp á 56,42 sekúndum.
Dóróthea Jóhannesdóttir varð í 6. sæti í þrístökki en hún stökk11,88 m. Ívar Kristinn Jasonarson varð fjórði í 400 m hlaupinu á 49,25 sekúndum.Juan Ramon Borges Bosque keppti í lagstökki í dag og hafnaði í 8. sæti með stökk upp á 6,29 m. Sindri Lárusson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi   þegar hann varpaði kúlunni (6kg) 15,04 m. Sindri varð í 8. sæti. Þetta er frábær árangur hjá Sindra sem keppir á sínu fyrsta stórmóti.
2.9.2011 Margrét Héðinsdóttir

Norðurlandameistaramót ungmenna 19 ára og yngri um helgina - 8 ÍR-ingar í eldlínunni

Norðurlandameistaramót ungmenna 19 ára og yngri fer fram í Kaupmannahöfn um helgina. Af 17 manna liði sem fer frá Íslandi eru 8 ÍR-ingar.
Þetta eru stúlkurnar Aníta Hinriksdóttir sem hleypur 800m, 1500m og er í 4 x 400m boðhlaupssveitinni, Arna Stefanía Guðmundsdóttir sem hleypur 200m, 400m og bæði 4 x 100m og 4 x 400m boðhlaup, Björg Gunnarsdóttir sem hleypur í 4 x 400m boðhlaupi og Dóróthea Jóhannesdóttir sem stekkur þrístökk og í 4 x 100 m boðhlaupssveitinni.
Í piltaliðnu eru það Hilmar Örn Jónsson sem kastar sleggjunni Juan Ramon Borges sem stekkur langstökk og hleypur í báðum boðhlaupum, Ívar Kristinn Jasonarson sem hleypur 200m, 400m og bæði boðhlaupin og Sindri Lárusson sem kastar kúlu.
Alberto Borges þjálfari hjá ÍR er þjálfari í ferðinni.

2.9.2011 Margrét Héðinsdóttir

MÍ 15 til 22 ára árangurinn skoðaður nánar

50 manna keppnislið ÍR átti frábæra helgi á MÍ 15-22 ára á Akureyri helgina 27. – 28. ágúst sl.
Liðið sigraði í heildarstigakeppni félagsliða 8. árið í röð með 759 stig en lið UFA varð í 2. sæti með 347 stig.
Í stigakeppni einstaka aldursflokka sigraði ÍR í flokkum stúlkna 15 ára og 16-17 ára, ungkvenna 20-22 ára og í flokkum pilta 15 ára, 16-17 ára og 18-19 ára, og urðu í 2. sæti í flokkum ungkarla 20-22 ára og stúlkna 18-19 ára. Í ár hlaut hver flokkur að meðaltali 95 stig en var 89 stig árið 2010 en þá var heildar stigatalan 534 stig.
Gaman er að segja frá því að fyrirliðar liðsins Helga Þráinsdóttir og Brynjar Gunnarsson tóku þátt í mótinu í áttunda sinn í röð. Byrjuðu 15 ára gömul árið 2004 og hafa því verið í öllum sigurliðunum. Þau kepptu nú í síðasta sinn en tóku við sigurlaununum fyrir hönd liðsins.
Smellið á meira til að sjá árangur ÍR-inga í einstökum greinum.
28.8.2011 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR-ingar sigurvegarar í stigakeppni MÍ 15-22 ára 8. árið í röð

Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félagsliða 8. árið í röð á MÍ 15-22 ára á Akureyri nú síðdegis. Liðið hlaut 759 stig en lið UFA varð í 2. sæti með 347 stig.  Í stigakeppni einstaka aldursflokka sigraði ÍR í flokkum stúlkna 15 ára, 16-17 ára og ungkvenna 20-22 ára og í flokkum pilta 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára, og urðu í 2. sæti í flokkum ungkarla 20-22 ára og stúlkna 18-19 ára. Öll úrslit má sjá á www.fri.is / mót / mótaforrit

Til hamingju ÍR-ingar frábær árangur.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasafnið hér á síðunni.