Æfingahópar
Veturinn 2011-2012 verða starfræktir 12 æfingahópar hjá deildinni. 8 fyrir yngri iðkendur deildarinnar, þar af þrír í Breiðholti og fimm í Laugardal. Einnig er starfandi stærsti og öflugasti meistaraflokkur landsins í frjálsum, langhlaupahópur, skokkhópur og hlaupa- og styrktaræfingahópur. Samtals gerir þetta yfir 30 skipulagðar æfingar í viku og rúmlega 500 iðkendur.