6.1.2012 Fríða Rún Þórðardóttir
Einar Daði Lárusson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóta styrki úr afrekssjóði ÍSÍ
Sextán frjálsíþróttamen, þar af tveir ÍR-ingar, hljóta styrki úr afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári. ÍR-ingarnir eru Einar Daði Lárusson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir en hún hlítur styrk úr sjóðum ungra og framúrskarandi efnilegra. Einnig má geta þess að Þorsteinn Ingvarsson sem æft hefur undir stjórn Þráins Hafsteinssonar hlaut sambærilega styrk og Einar Daði og Kári Steinn Karlsson sem Gunnar Páll þjálfar hlaut B styrk - það í fyrsta sinn. Óskum þeim og öllum hinum íþróttamönnunum til hamingju með þessa viðurkenningu og óskum þeim góðs gengis. Sjá nánar á www.fri.is
5.1.2012 Margrét Héðinsdóttir
Tveir öflugir frjálsíþróttamenn ganga til liðs við ÍR
Sigurður Lúðvík Stefánsson 24 ára spretthlaupari úr Fjölni og Tómas Zoega 18 ára millilengda- og langahlaupari úr Breiðablik hafa tilkynnt félagaskipti til ÍR. Þeir verða báði komnir með keppnisrétt á fyrsta móti ársins sem er Reykjavíkurmót 15 ára og eldri 11.-12. Janúar. Sigurður sem hefur æft undir handleiðslu Alberto Borges þjálfara hjá ÍR undanfarna mánuði hefur verið á gera það gott á innanhússmótunum sem búin eru í vetur, sigraði m.a. 60m hlaupið á Áramót Fjölnis. Albertó þjálfaði Sigðurð á sínu tíma þegar hann hóf þjálfun á Íslandi fyrir 10 árum þá hjá Fjölni. Sigurður Lúðvík styrkir öfluga sveit spretthlaupara og grindahlaupara hjá ÍR. Tómas Zoega er einn efnilegasti langhlaupari landsins og hefur æft í allt haust undir stjórn Gunnars Páls Jóakimssonar langhlaupaþjálfara ÍR. Þeirra samstarf hefur greinilega þegar borið árangur því Tómas setti aldursflokkamet í 5000m hlaupinu á Áramót Fjölnis í 18-19 ára flokki og varð þriðji í Gamlárshlaupi ÍR. Báðir hafa þeir sýnt það sem af er vetri að þeir eru frábærir félagar og duglegir við æfingar. Við bjóðum þá velkomna í ÍR og óskum þess að vistaskiptin örfi þá til frekari afreka.
5.1.2012 elfa
Skráning iðkenda komin á fullt
Núna eru æfingar að hefjast aftur eftir jólafrí og hægt er að skrá og borga á námskeiðin á skráningarsíðu okkar ( muna samþykkja skilmála fyrst ).
Greiðslur með Frístundakorti eru samtengdar kerfinu svo að það er létt mál að ráðstafa styrknum og fara svo aftur inní skráningarsíðuna og haka aftur við Frístundakortið og klára greiðsluferlið.
Greiðslur með kreditkorti og Frístundakorti gerið þið sjálf. Ef greiða á með öðrum hætti þarf að hafa samband við skrifstofu ÍR á skrifstofutíma kl. 10:00 – 16:00 s. / .
Mjög góðar leiðbeiningar um skráningarferlið eru á heimsíðu ÍR.
Sérstakur skráningardagur fyrir þau ykkar sem þurfið aðstoð við skráningu verður hér í ÍR heimilinu í 16. janúar kl. 18 – 20.
Foreldrar, fjölmennum svo á hinn margumtalaða Þorrafagnað sem haldinn verður í Íþróttahúsi Seljaskóla 28. janúar n.k. Frábærir skemmtikraftar halda uppi fjörinu og maturinn frá Múlakaffi klikkar ekki.
Við hvetjum alla foreldra til að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðum hópi ÍR - inga.
ATH. 18 ára aldurstakmark.
Mjög mikilvægt er að gengið sé sem fyrst frá skráningu, ef ekki er búið að ganga frá skráningu er ekki mögulegt að skrá viðkomandi iðkenda á mætingalista eða taka þátt í keppni á vegum félagsins. Vinsamleg tilmæli til forráðamanna eru að skrá iðkendur fyrir 20. janúar nk.
4.1.2012 Inga Dís Karlsdóttir
Árangur ÍR skokkara í gamlárshlaupi ÍR
ÍR skokkarar fjölmenntu í Gamlárshlaup ÍR á Gamlársdag, ýmist sem þátttakendur eða til þess að leggja hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd hlaupsins. Björg Kristjánsdóttir varð efst í aldursflokki kvenna ; og Anna Sigrún Björnsdóttir í þriðja sæti. Grétar Einarsson varð í öðru sæti í aldursflokki karla 60 ára og eldri.
Björg Árnadóttir hlaut búningaverðlaun þetta árið en hún hljóp sem súmóglímukappi í félagsskap með þeim félögum Karíus og Baktusi. Sögur herma að Karíus og Baktus mæti gjarnan á æfingar hjá ÍR skokk. Í fréttatíma RÚV á gamlársdag birtust nokkrir félagar okkar á skjánum [
skoða frétt - ca á mín. 13.30].
Nánari upplýsingar um frammistöðu ÍR skokkara undir meira.
Meira »
3.1.2012 elfa
Skráningarsíða ÍR liggur niðri í dag 3. janúar og á morgun 4. janúar vegna tæknilegra vandamála.
31.12.2011 Fríða Rún Þórðardóttir
36. Gamlárshlaup ÍR - úrslit

758 hlauparar komu í mark í 36. Gamlárshlaupi ÍR sem endaði og lauk við Hörpuna á Gamlársdag.
Kári Steinn Karlsson Breiðabliki kom fyrstu í mark á tímanum 30:47 mín, annar varð Þorbergur Ingi Jónsson ÍR á tímanum 32:21 mín og Tómas Zoega Breiðabliki varð 3. á 33:30 mín
Í kvennaflokki sigraði Helen Ólafsdóttir á tímanum 38:17 mín, Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni varð 2. á 38:33 mín og Íris Anna Skúladóttir Fjölni varð 3. á 40:23 mín. Öll úrslit hafa verið birt á www.hlaup.is.
Meira »
31.12.2011 Margrét Héðinsdóttir
36. Gamlárshlaup ÍR - 794 hlauparar ræstir á hádegi
Nú á hádegi verða 794 hlauparar ræstir í 36. Gamlárshlaupi ÍR. Ræst er venju samkvæmt með því að skjóta upp flugelda og að þessu sinni er hlaupið frá Hörpu.
Hlaup af þessari stærðargráðu krefst mikils undirbúnings og um 60 sjálfboðaliðar starfa við hlaupið. Frjálsíþróttadeild ÍR þakkar hlaupurum þátttökuna og óskar þeim góðs gengis. Allir þeir sem komu að undirbúningi og framkvæmd hlaupsins fá bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar. Þetta hlaup ásamt öðrum viðburum sem deildin heldur eru því fjölbreytta og góða starfi sem fram fer í deildinni gífurlega mikilvægt sér í lagi nú á tímum þegar fjármagn er af skornum skammti bæði frá hinu opinbera og frá öðrum styrktaraðilum.
30.12.2011 Margrét Héðinsdóttir
36. Gamlárshlaup ÍR

Á morgun gamlársdag fer fram hið hárlega Gamlárshlaup ÍR í 36. sinn.
Veðurspáin er góð. Gert er ráð fyrir 2 stiga hita, vindi 4 m/sek og skúrum. Að þessu sinni verður hlaupið eftir nýrri leið og hefst hlaupið við Hörpu þar sem aðstæður eru allar aðrar og betri en þær voru þegar hlaupið var ræst í Túngötunni. Hlaupinu lýkur einnig við Hörpuna. Allt verður gert til að aðstæður verði eins góðar og hægt er miðað við árstíma og veðurlag. Öryggi hlaupara og starfsmanna verður í forgangi og lokað fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbrautar á meðan á hlaupinu stendur.
Sú hefð hefur skapast að hlauparar mæti í skrautlegum búningum og setur það skemmtilegan svip á hlaupið.
Meira »
30.12.2011 sigrun
Bréf til ÍR inga frá formanni aðalstjórnar.

Árið 2011 sem senn er á enda hefur verið viðburðarríkt í starfi Íþróttafélags Reykjavíkur. Félagið okkar á sér lengsta sögu íþróttafélaga á Íslandi með samfellda starfsemi frá stofnun þess árið 1907 og náði því 104 ára aldri á árinu og 105 ára afmæli í sjónmáli í mars næst komandi. Níu deildir eru starfandi innan félagsins, fjöldi iðkenda var um 2300 á árinu og er fjöldi félagsmanna um 5000, það þarf því ekki að velkjast í vafa um umfang starfseminnar. Þetta gerir félagið okkar að einu stærsta íþróttafélagi landsins.
Reksturinn og umhverfið
Rekstrarumhverfi íþróttafélaga er með erfiðasta móti um þessar mundir þar sem minni fjármunir koma frá Reykjavíkurborg og atvinnufyrirtæki eru síður aflögufær. Á slíkum tímum er okkur hollt að rifja upp söguna, sérstaklega með hvað hætti félagar okkar byggðu upp starfið á síðustu öld, með fórnfýsi, samstöðu og dugnað að vopni.
Meira »
29.12.2011 Heimir Þórisson
ÍR-ingar á topp 5 á Ísland 2011 [3/3]
Stökk, köst og fjölþrautir.
Meira »