Lesa frétt
21.8.2011

ÍR - ingar bikarmeistarar 15 ára og yngri - tvö aldursflokkamet í 1000 m boðhlaupi

ÍR - ingar unnu öruggan sigur í fyrstu Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri. Í heildarstigakeppninni var lið ÍR með 169 stig en lið FH sem varð í öðru sæti var með 142,5 stig. ÍR - piltar unnu keppnina með yfirburðum en þeir hlutu 95 stig. Næsta lið sem var HSÞ var með 69 stig. ÍR - stúlkur urðu í þriðja sæti í stigakeppninni með 74 stig aðeins tveim stigum á eftir sigurliði FH sem var með 76 stig og liðið í öðru sæti var HSK var með 75 stig. Báðar boðhlaupssveitir ÍR settu Íslandsmet í flokki 15 ára. Stúlknasveitin hljóp á 2:25,61 mín og piltasveitin á 2:12,12 mín. Frábær árangur hjá þessum stórefnilegu krökkum.
Til hamingju.
Árangur ÍR - inganna var sem hér segir:
Gunnar Ingi Harðarson sigraði í 100 m grindahlaupi á tímanum 14,60 sekúndum.
Auður María Óskarsdóttir varð fjórða í 80 m grindahlaupi á 13,54 sekúndum og bætti þar með sinn besta tíma.
Hilmar Örn Jónsson sigraði í kúluvarpi þegar hann varpaði kúlunni 15,91 m.
Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir varð sjöunda í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 9,34 m.
Gunnar Ingi sigraði í 100 m hlaupi a tímanum 11,85 sekúndum.
Thelma Lind Kristjánsdóttir varð fjórða í 100 m hlaupi á 13,41 sekúndu. Persónuleg bæting hjá henni.
Bogey Ragnheiður Leósdóttir varð fimmta í kringlukasti með kast upp á 23,71 m
Hilmar Örn Jónsson sigraði í kringlukasti þegar hann kastaði 52,02 m og setti persónulegt met.
Thelma Lind Kristjánsdóttir sigraði í langstökki en hún stökk 5,27 m sem er persónulegt met.
Jón Gunnar Björnsson sigraði í langstökki en hann stökk 5,56 m sem er persónuleg bæting hjá honum.
Dagbjartur Daði Jónsson varð annar í spjótkasti þegar hann kastaði 41,55 m. Persónuleg bæting með 600 gr spjóti.
Bogey Ragnheiður Leósdóttir varð áttunda í spjótkasti með kast upp á 27,48 m.
Jón Gunnar Björnsson varð þriðji í hástökki en hann stökk 1,69 m.
Hanna Þráinsdóttir varð fjórða í hástökki en fjórar efstu stúlkurnar stukku 1,53 m.
Kristinn Héðinsson sigraði í 400 m hlaupi á tímanum 55,32 sekúndum sem er hans besti tími til þessa.
Aníta Hinriksdóttir bætti sinn besta tíma í 400 m hlaupi þegar hún sigraði á tímanum 58,14 sekúndum.
Skúli Gunnarsson varð þriðji í 1500 m hlaupi á tímanum 5:01,56 mín og bætti sinn besta árangur.
Aníta Hinriksdóttir sigraði í 1500 m hlaupi á 5:21,74 mín.
Báðar boðhlaupssveitir ÍR sigruðu í 1000 m boðhlaupinu.
Stúlknasveitin sem var skipuð þeim Sigríði Karlsdóttur, Anitu Birnu Berndsen, Laufeyju Rúnarsdóttur og Anítu Hinriksdóttur skilaði sér í mark á 2:25,61 mín.
Piltasveitin var skipuð þeim Jóni Gunnari Björnssyni, Anthony þóri Santos, Kristni Héðinssyni og Gunnari Inga Harðarsyni þeir hlupu á 2:12,12 mín.