Lesa frétt
21.8.2011

Þorbergur Ingi sigraði í 10 km hlaupi Reykjavíkur maraþonsins

Þorbergur Ingi Jónsson var öruggur sigurvegari  í 10 km hlaupinu á 32:37 mín og sigraði þar með í Powerade hlaupaseríunni 2011.  Fjölmargir fleiri ÍR-ingar stóðu sig vel og sérstaka athygli vakti árangur Sæmundar Ólafssonar en hann stórbætti sinn árangur í 10 km og varð 7. á 36:01 mín en hann er aðeins 16 ára. Fríða Rún Þórðardóttir varð 2. í kvennaflokki í 10 km hlaupinu á 41:36 mín og Martha Ernstsdóttir var þriðji Íslendingur í mark í hálfmaraþoni í kvennaflokki á 1:28:39 klst.