Lesa frétt
23.8.2011

Skráning iðkenda fyrir veturinn

Hægra megin á forsíðu heimasíðu ÍR er hægt að fara inn í skráningarkerfi til að skrá sig í íþróttir hjá félaginu, það á við allar deildir félagsins sem og Íþróttaskóla 3-6 ára. Hvetjum við forráðamenn að fara inn í það ferli, öðruvísi eru börnin ekki skráð í sína íþrótt. Ef fólk þarf að velja annan greiðslumáta en kreditkort, þarf að koma við á skrifstofu ÍR.
Skráningardagur í ÍR heimili er 29.ágúst kl.16:00-20:00
Æfingatöflur eru í smíðum og tínast inn á vefinn jafnharðan, en í síðasta lagi undir næstu mánaðamót.