Lesa frétt
23.8.2011

Kári Steinn með Íslandsmet í hálfmaraþonhlaupi

Kári Steinn Karlsson sló 25 ára gamalt Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar í hálfmaraþoni i  Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag er hann hljóp á 65:35 mín. Kári Steinn útskrifaðist frá Kaliforníuháskólanum í Berkeley í vor og flutti þá til Íslands. Hann hefur notið leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara hjá ÍR eftir heimkomuna. Stefnan er sett á maraþonhlaup í Berlín og geta áhugasamir styrkt Kára Stein í undirbúningi hans fyrir Ólympíuleikana í Berlín með áheitum en fyrirkomulag þeirra er á finna á síðunni hlaup.is.