Lesa frétt
26.8.2011

MÍ 15-22 ára, ÍR með 50 keppendur !

MÍ 15-22 ára fer fram á Akureyrarvelli um helgina og sendir ÍR 50 keppendur og 8 þjálfara til keppni. Stefnir liðið að sigri 8. árið í röð en unglingaflokkur ÍR hefur sigrað heildarstigakeppnina óslitið frá árinu 2004. Skemmtilegt er frá því að segja að þau Helga Þráinsdóttir og Brynjar Gunnarsson hafa keppt öll árin en reyndar eru þau nú að kveðja þennan aldursflokk. Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.fri.is / mót / mótaforrit.

Áfram ÍR