Lesa frétt
28.8.2011

ÍR-ingar sigurvegarar í stigakeppni MÍ 15-22 ára 8. árið í röð

Lið ÍR sigraði heildarstigakeppni félagsliða 8. árið í röð á MÍ 15-22 ára á Akureyri nú síðdegis. Liðið hlaut 759 stig en lið UFA varð í 2. sæti með 347 stig.  Í stigakeppni einstaka aldursflokka sigraði ÍR í flokkum stúlkna 15 ára, 16-17 ára og ungkvenna 20-22 ára og í flokkum pilta 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára, og urðu í 2. sæti í flokkum ungkarla 20-22 ára og stúlkna 18-19 ára. Öll úrslit má sjá á www.fri.is / mót / mótaforrit

Til hamingju ÍR-ingar frábær árangur.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasafnið hér á síðunni.