Lesa frétt
2.9.2011

MÍ 15 til 22 ára árangurinn skoðaður nánar

50 manna keppnislið ÍR átti frábæra helgi á MÍ 15-22 ára á Akureyri helgina 27. – 28. ágúst sl.
Liðið sigraði í heildarstigakeppni félagsliða 8. árið í röð með 759 stig en lið UFA varð í 2. sæti með 347 stig.
Í stigakeppni einstaka aldursflokka sigraði ÍR í flokkum stúlkna 15 ára og 16-17 ára, ungkvenna 20-22 ára og í flokkum pilta 15 ára, 16-17 ára og 18-19 ára, og urðu í 2. sæti í flokkum ungkarla 20-22 ára og stúlkna 18-19 ára. Í ár hlaut hver flokkur að meðaltali 95 stig en var 89 stig árið 2010 en þá var heildar stigatalan 534 stig.
Gaman er að segja frá því að fyrirliðar liðsins Helga Þráinsdóttir og Brynjar Gunnarsson tóku þátt í mótinu í áttunda sinn í röð. Byrjuðu 15 ára gömul árið 2004 og hafa því verið í öllum sigurliðunum. Þau kepptu nú í síðasta sinn en tóku við sigurlaununum fyrir hönd liðsins.

Helstu afrek:
20-22 ára:
Brynjar Gunnarsson sigraði í 400 m grindahlaupi og varð annar í 110 m grindahlaupi
Helgi Björnsson sigraði í 200 m hlaupinu og 110 m grind og tók endasprettinn í sigursveitinni í 4x400 m. Hann varð annar í 100 m.
Soffía Felixdóttir sem var í fyrsta sigurliðinu 2004 sigraði í sleggjukasti og var einnig á palli í kúluvarði og kringlukasti.
Heimir Þórisson sigraði í þrístökki og varða þriðji í kringlukasti.
Helga Þráinsdóttir keppti í fjölda greina, hún fékk silfur í 100 m grindahlaupi, varð þriðja í 100 m hlaupinu og 400 m grindahlaupi og var í silfursveitum ÍR bæði  í 4x100 m og 4x400 m boðhlaupi. Helga vann einnig til silfurverðlauna í stangarstökki.
Hrafnhild Eyr Hermóðsdóttir sigraði í 100 m hlaupi þrátt fyrir meiðsli og var í silfursveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi.
Sara Björk Lárusdóttir varð Íslandsmeistari bæði í 1500 m og 3000 m hlaupi og í báðum silfursveitunum í boðhlaupunum.
Ármann Óskarsson varð Íslandsmeistari í stangarstökki.
18-19 ára:
Ívar Kristinn Jasonarson sigraði í 100 m, 200 m, 400 m, og varð annar í þrístökki og 3000 m var í boðhlaupssveitinni sem sigraði í 4x100 m.
Juan Ramon Borges sigraði í langstökki og var í 4x100 m sigursveitinni. Hann varð annar í 200 m og þriðji í 100 m, spjótkasti, 3000 m og þrístökki.
Sindri Lárusson sigraði glæsilega í kúluvarpi á persónulegu meti og varða annar í sleggjukasti einnig á persónulegu meti. Frábærar bætingar hjá Sindra.
Snorri Stefánsson sigraði í 800 m og 1500 m og var í 4x100 m boðhlaupssveitinni, skemmtileg blanda hjá millivegalengdahlaupara að vera einnig í 4 x 100 m boðhlaupssveit hjá svo sterku og fjölmennu liði sem ÍR er og segir það margt um hæfileika Snorra.
Hilda Margrét Ragnarsdóttir sigraði í stangarstökki eftir umstökk og 2. í kringlukasti. María Ósk Felixdóttir vann sleggjukastið enn eitt árið.
Sigurlaug Helgadóttir varð önnur í þristökki.


16-17 ára
Leó Gunnar Víðisson sigraði eftir umstökk í stangarstökki á persónulegu meti.
Sigurður Jens Albertsson varð í þriðja sætinu í stangarstökkinu og kringlukasti.
Stefán Velemír sigraði í kúluvarpi og sleggjukasti og varð annar í kringlukasti.
Sæmundur Ólafsson sigraði í 1500 m og 3000 m.
Magnús Reynir Rúnarsson varð þriðji í 100 m og 200 m og varð annar í 400 m.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir tók þátt í fjölda greina. Hún sigraði í 100 m, 200 m, 100 m grindahlaupi, langstökki, spjótkasti og var í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi. Hún bætti sig í langstökki og 100 m og vann besta afrek mótsins í kvennaflokki með 5,85 m í langstökki.
Dórthea Jóhannesdóttir sigraði í þrístökki og varð önnur í 100 m og langstökki á persónulegu meti og var í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi.
Björg Gunnarsdóttir vann 400 m, varð önnur í 200 m og í sigursveitinni í 4x100 m.
Rannveig Dóra Baldursdóttir vann hástökk á persónulegu meti, sigraði einnig í 400 m grind og varð svo að lokum önnur í 1500 m.
Hekla Ámundadóttir vann kringlukastið, varð önnur í spjótkasti og kúluvarpi og hljóp í sigursveit í 4 x 100 m boðhlaupi.
Hlynur Kristjánsson varð annar í sleggjukasti.
Gunnar Guðmundsson varð þriðji í langstökki og var í sigursveitinni í 4x400 m boðhlaupi.
Edda Eir Guðlaugsdóttir varð þriðja í stangarstökki.

15 ára
Hilmar Örn Jónsson, hinn fjölhæfi kastari, vann sleggjukstið, kúluvarpið og kringlukastið og varð annar í spjótkasti. Hann vann besta afrek mótsins í karlaflokki með 63,58 m í sleggjukasti. Hilmar kórónaði síðan frábæra heldi með því að vera í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi.
Gunnar Ingi Harðarson vann 100 m, 100 m grind, 300 m grind, langstökk og þrístökk og var í 4x100 m sigursveitinni. Í langstökkinu stökk hann í fyrsta sinn yfir 6 m múrinn í langstökki. Hann varð síðan þriðji í kúluvarpi. Eins og sjá má var þetta mikill fjöldi tiltla og vann hann flesta titla allra á mótinu í piltaflokki.
Kristinn Héðinsson vann til gullverðlauna í 200 m, 400 m, og 800 m, silfuverðlauna í 100 m, 100 m grindahlaupi og 300 m grindahlaupi. Bronsverðlaun hlaut hann í kúluvarpi. Hann var svo að sjálfsögðu í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi.
Jón Gunnar Björnsson vann hástökk og varð þiðji í 100 m, annar í 200 m og langstökki og í sigursveitinni í 4 x 100 m boðhlaupinu.
Aníta Hinriksdóttir vann 200 m, 800 m, 300 m grind og varð önnur í 80 m grind. Gífurleg fjölhæfni hjá Anítu.
Bogey Ragnheiður Leósdóttir sigraði í kúluvarp með persónulegt meti og í stangarstökki, hún varð önnur í kringlukasti og þriðja í sleggjukasti.
Auður María Óskarsdóttir varð í öðru sæti í stangarstökkinu.
Laufey Rúnarsdóttir vann til gullverðlauna í 1500 m og varð önnur í 800 m.
Sigríður Karlsdóttir varð þriðja í 100 m hlaupi.
Hlynur Logi Víkingsson varð þriðji í 200 m hlaupi.
Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir varð þriðja í 400 m hlaupi.
Skúli Gunnarsson vann til silfurverðlauna í 800 m hlaupi.

Niðurstaða helgarinnar var 48 gull-, 34 silfur- og 25 bronsverðlaun

Öll úrslit má sjá á www.fri.is / mót / mótaforrit