Lesa frétt
2.9.2011

Norðurlandameistaramót ungmenna 19 ára og yngri um helgina - 8 ÍR-ingar í eldlínunni

Norðurlandameistaramót ungmenna 19 ára og yngri fer fram í Kaupmannahöfn um helgina. Af 17 manna liði sem fer frá Íslandi eru 8 ÍR-ingar.
Þetta eru stúlkurnar Aníta Hinriksdóttir sem hleypur 800m, 1500m og er í 4 x 400m boðhlaupssveitinni, Arna Stefanía Guðmundsdóttir sem hleypur 200m, 400m og bæði 4 x 100m og 4 x 400m boðhlaup, Björg Gunnarsdóttir sem hleypur í 4 x 400m boðhlaupi og Dóróthea Jóhannesdóttir sem stekkur þrístökk og í 4 x 100 m boðhlaupssveitinni.

Keppni hefst kl. 11:30 að íslenskum tíma og Hilmar Örn hefur þá keppni í sleggjukasti. Dóróthea keppir í þrístökki og hefst keppni í því kl. 12:25. Aníta hleypur 800 m hlaupið kl. 13:00. 400 m hlauð sem Arna Stefanía keppir í hefst kl. 13:25 og 10 mín síðar hleypur Ívar Kristinn 400 m hlaupið. Langstökkið sem Ramon tekur þátt í hefst kl. 13:45. Keppninni lýkur svo með boðhlaupunum kl 14:35 hjá konunum og 14:45 hjá körlunum.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á mótinu á heimasíðu þess. Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með okkar fólki hér á síðunni.