Lesa frétt
3.9.2011

NM undir 20 ára - Aníta sigraði í 800 m hlaupinu- góður dagur hjá ÍR-ingunum

Norðurlandameistaramót undir 20 ára fer fram um helgina í Kaupmannahöfn. Átta ÍR-ingar eru í 17 manna hóp Íslands á mótinu.
Aníta Hinriksdóttir sigraði í 800 m hlaupinu á nýju persónulegu meti 2:08,64 mín. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Anítu því hún er að keppa við stúlkur sem eru allt upp í fjórum árum eldri en hún.
Hilmar Örn Jónson hefur lokið keppni í sleggjukasti (6kg). Hilmar Örn varð í 7. sæti með kast upp á 55,47 m sem er alveg við hans besta með 6kg sleggju. Þetta er glæsilegur árangur hjá þessum unga kastara en hann er tveim til þrem árum yngri en keppinautarnir á þessu móti.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð 4. í 400 m hlaupinu aðeins tveim sekúndubrotum á eftir næstu stúlku. Hún hljóp á 56,42 sekúndum.
Dóróthea Jóhannesdóttir varð í 6. sæti í þrístökki en hún stökk11,88 m. Ívar Kristinn Jasonarson varð fjórði í 400 m hlaupinu á 49,25 sekúndum.Juan Ramon Borges Bosque keppti í lagstökki í dag og hafnaði í 8. sæti með stökk upp á 6,29 m. Sindri Lárusson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi  þegar hann varpaði kúlunni (6kg) 15,04 m. Sindri varð í 8. sæti. Þetta er frábær árangur hjá Sindra sem keppir á sínu fyrsta stórmóti.
Íslenska stúlknasveitin í 4x100 m boðhlaupi varð í 5. sæti á tímanum 48,49 sekúndum. Sveitina skipuðu þær Arna Stefanía og Dóróthea ásamt Dóru Hlín Loftsdóttur, FHog Sveibjörgu Zophoníasdóttur, USÚ. Boðhlaupssveit pilta varð í 4. sæti á tímanum 42,64 sekúndum. Sveitina skipuðu Ívar Kristinn og Ramon ásamt þeim Kolbeini, UFA og Inga Rúnari úr Breiðablik.

Árangur annarra Íslendinga á mótinu:
Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðablik varð þriðja í 400 m grindahlaupi þegar hún hljóp á 61,41 sekúndum.
Dóra Hlín Loftsdóttir úr FH varð 8. 100 m hlaupi á tímanum 12,94 sekúndum.
Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA varð 8. í 100 m hlaupi á 11,34 sekúndum.
Arna Ýr Jónsdóttir, Breiðablik varð 8. í stangarstökk þegar hún stökk 3,45 m.
María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni varð 6. í spjótkasti með kast upp á 41,19 m.
Myndir af mótinu má sjá hér og öll úrslit á heimasíðu mótsins.