Lesa frétt
4.9.2011

NM undir 20 ára - Aníta þriðja í 1500 m hlaupinu

NM undir 20 ára heldur áfram í dag. Aníta Hinriksdóttir fylgir heldur betur eftir frábærum árangri frá í gær þegar hún varð Norðurlandameistari í 800 m hlaupinu og vann til bronsverðlauna í 1500 m hlaupinu á  4:28,59 mín. sem er frábær bæting hjá henni og nýtt aldursflokkamet í flokki 15 ára stúlkna. Besta tíma átti Aníta frá því í Bikarkeppninni fyrr í sumar 4:36,07 mín.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð 6. í 200 m hlaupinu á 25,77 sekúndum og Ívar Kristinn Jasonarson varð 8. í 200 m hlaupinu hjá körlunum en hann hljóp á 22,71 sekúndu.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir sigraði í langstökki þegar hún stökk 6,08 m.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð 8. í 100 m grindahlaupi á 16,20 sekúndum.
Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik varð 6. í stangarstökki en hann stökk 4,45 m og 7. í kringlukasti með kast upp á 44,15 m.
Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik varð 8. í spjótkasti með kast upp á 56,66 m.
Stúlknasveit Íslands varð í 4. sæti á tímanum 3:48,03 mínútum. Arna S Guðmundsdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir og Aníta Hinriksdóttir skipuðu svetina.
Piltasveitin varð í 5. sæti á tímanum 3:22,00 mínútum. Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ívar Kristinn Jasonarson, Ingi Rúnar Kristinsson og Juan Ramon Borges Bosque skipuðu sveitina. Báðar sveitirnar bættu landsmetið í greininni.

Stórglæsilegur árangur hjá íslensku krökkunum sem koma heim á mánudagsmorgun. Myndir af keppninn má sjá hér og öll múrslit eru á heimasíðu mótsins.