Frjálsíþróttaviðburðir ÍR
Frjálsíþróttadeild ÍR hefur frá upphafi verið öflugasti framkvæmdaaðila frjálsíþróttamóta og hlaupa á Íslandi. ÍR ingar héldu fyrsta frjálsíþróttamót sem haldið var á landinu 1.-2. ágúst 1909, Leikmót ÍR, og hafa ekki slegið slöku við síðan. Mótin hafa skipað sér fastan sess í íþróttalífi landsins og þannig viljum við hafa það áfram. Fyrir utan að halda okkar mót tekur deildin að sér að halda mót fyrir FRÍ eins og aðrar frjálsíþróttadeildir á landinu.