Fréttir
12.9.2011

Skráningardagur 13.september kl.16-20

Nú hafa æfingar staðið í u.þ.b. tvær vikur hjá deildum félagsins og komið er að því að forráðamenn gangi frá skráningu og greiðslu. Skrifstofa ÍR ætlar að vera fólki innan handar þriðjudaginn 13.september kl.16:00-20:00 á 2.hæð ÍR heimilis. Hvetjum við fólk til að nýta sér þessa þjónustu. Greiðslukort eða reiðufé þarf að hafa við hendina. Þau sem vilja gera þetta sjálf á netinu og hafa kreditkort við hendina geta farið inn á slóðina; https://ir.felog.is og eftirfarandi pdf skjal er með ágætis leiðbeiningum hvernig (smellið HÉR til að nálgast skjalið).
Meira »
29.8.2011

Ólympíuleikar ungmenna 2012

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heftur móttekið erindi frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) þar sem kemur fram að Ísland muni eiga keppendakvóta á ólympíuleikum ungmenna  2012 fyrir einn pilt og eina stúlku í alpagreinum skíðaíþrótta, Þá er einn piltur númer 5 á varamannalista í skíðagöngu.  Skíðasamband Íslands hefur tilnefnt þátttakendur til keppni  í alpagreinum  Þau Jakob Helga Bjarnason Dalvík og Helgu Maríu Vilhjálmsdóttir  ÍR, í skíðagöngu Gunnar Birgisson.
Eftirfarandi þátttakendur eru tilnefndir til vara í alpagreinum.  
Stúlkur  1. Thelma Rut Jóhannsdóttir, 2. Kolbrún Lilja Hjaltadóttir.
Drengir 1. Páll Ársæll Hafstað 2. Jón Elí Rúnarsson.

 

Valið var eftir stöðu þeirra á heimslista alþjóða skíðasambandsins FIS í svigi, stórsvigi og risasvig.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar ungmenna eru haldnir og munu þeir fara fram í Austurríki í janúar 2012.

 
25.8.2011

Æfingar hefjast 1.september -skráningar hafnar á nýrri skráningarsíðu

Félagið er að taka í notkun nýtt skráningarkerfi og þurfa nú allir forráðamenn að skrá börn sín og ganga um leið frá greiðslu. Skráning fer ekki í gegnum þjálfara.

Hér er slóðin inn á skráningarvefinn https://ir.felog.is og meðfylgjandi pdf skjal eru leiðbeiningar (smellið HÉR til að nálgast skjalið).

Kerfið er samtengt Rafrænni Reykjavík og því er mjög auðvelt að ráðstafa styrknum á sama tíma, sem svo dregst frá heildarupphæðinni. Kerfið býður uppá að  geta skipt upp kreditkortagreiðslu á nokkur tímabil, allt eftir upphæð æfingagjalda. Ef greiða þarf með öðrum hætti þarf viðkomandi að koma á skrifstofu ÍR á skrifstofutíma kl.10:00-16:00.  
Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu eða vilja greiða með öðrum hætti, bendum við á skráningardag 29.ágúst kl.16:00-20:00 á 2.hæð ÍR heimilis að Skógarseli.  
Æfingatöflur flestra deilda eru klárar og eru birtar á heimasíðunni, aðrar verða birtar undir mánaðamót. Fylgist með á síðunni.
23.8.2011

Skráning iðkenda fyrir veturinn

Hægra megin á forsíðu heimasíðu ÍR er hægt að fara inn í skráningarkerfi til að skrá sig í íþróttir hjá félaginu, það á við allar deildir félagsins sem og Íþróttaskóla 3-6 ára. Hvetjum við forráðamenn að fara inn í það ferli, öðruvísi eru börnin ekki skráð í sína íþrótt. Ef fólk þarf að velja annan greiðslumáta en kreditkort, þarf að koma við á skrifstofu ÍR.
Skráningardagur í ÍR heimili er 29.ágúst kl.16:00-20:00
Æfingatöflur eru í smíðum og tínast inn á vefinn jafnharðan, en í síðasta lagi undir næstu mánaðamót.
29.6.2011

ÍR er að leita að íþróttafræðing eða þjálfara með reynslu fyrir 3-6 ára börn í Íþróttaskóla ÍR

 Íþróttaskólinn er starfræktur á veturna, frá septemberbyrjun og fram í miðjan maí. Um er að þrjá hópa (tvo 3-4 ára og einn 5-6 ára). Einn hópur er á laugardagsmorgnum en hinir tvo seinniparta í miðri viku. Hver tími er 45 mínútur. Aðstaðan er í íþróttasal að , .
Í Íþróttaskólanum reyna börn á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa og í leikfimi sem þessari reynir á þau öll. Nánari upplýsingar veitir Sigrún íþróttafulltrúi ÍR í síma 864-0061 eða
24.6.2011

ÍR buffin eru komin aftur til sölu hjá Braga í Leiksport Hólagarði.

23.6.2011

Ólypíudagurinn í dag.....allir að mæta og hafa gaman í allskonar íþróttum.

Dagskrá á svæði ÍR 23.júní
Hlaup kl.16:00-16:30

Allir hlaupa í hóp á eftir kyndilbera. Fyrstur kemur kyndilberi, svo iðkendur í keppnisbúningum og aftast kemur almenningur.
Íþróttastöðvar kl.16:30-18:00
Dans, Júdó, Frjálsar, Karfa, Fótbolti, Handbolti, Keila, Skíði, TKD  

Þeir sem geta mæta í þeim galla sem einkennir þeirra íþrótt. Við viljum sjá skíðahjálminn, danskjólinn, handboltann, legghlífarnar, hvíta gallann, gaddaskóna um hálsinn, körfubolinn og hvað eina. Eins viljum við sjá sem flesta úr hverfinu, unga sem aldna.  

Ath. allir sem taka þátt á íþróttastöðvunum, fá viðurkenningu fyrir þátttöku og vatnsbrúsa að gjöf.

20.6.2011

Golfmót ÍR

Hið árlega golfmót ÍR verður haldið laugardainn 25. jún.  Mótið verður haldið á Hólmsvelli í Leiru ( Keflavík ) og hefst það stundvíslega kl. 9:00.  Ræst verður samtímis af öllum teigum. 


Þáttökugjald eru vægar 3.500 krónur. 

Skráning og nánari upplýsingar á golf.is  eða sendið póst á
20.6.2011

Ólympíudagur á svæði ÍR þann 23.júní....allir að mæta!

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. júní. Þennan dag var Alþjóðaólympíunefndin stofnuð árið 1894 og ætlar ÍR að gera sitt í því að vekja athygli á leikunum.

Dagskrá á svæði ÍR 23.júní

Hlaup kl.16:00-16:30

Allir hlaupa í hóp á eftir kyndilbera. Fyrstur kemur kyndilberi, svo iðkendur í keppnisbúningum og aftast kemur almenningur.
Íþróttastöðvar kl.16:30-18:00
Dans, Júdó, Frjálsar, Karfa, Fótbolti, Handbolti, Keila, Skíði, TKD  

Allir krakkar eru hvattir til að mæta í ÍR klæðnaði og þau sem eru að keppa með ÍR mæti í sínum einkennisfatnaði, því meira því betra. Við viljum sjá skíðahjálminn, danskjólinn, handboltann, legghlífarnar, hvíta gallann, gaddaskóna um hálsinn, körfubolinn og hvað eina. Eins viljum við sjá sem flesta úr hverfinu, unga sem aldna.  

Ath. allir sem taka þátt á íþróttastöðvunum, fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

Meira »
19.6.2011

Útilega

Um næstu helgi 24 - 26. júní er komið að útilegunni.  Farið verður að Görðum á Snæfellsnesi.  Á miðvikudaginn verður tekin staðan á veðrinu, og koma þá nýjar upplýsingar ef farið verður eittvað annað 
Eldri fréttir

- Skíðaball

- ÍR vantar starfskraft

- Uppskeruhátið SKRR

- Skíðaball

- Myndir frá innanfélagsmótinu og lokahófinu

- AÐALFUNDUR ÍR

- Landsliðsþjálfari