Íþróttaskólar

Íþróttaskóli ÍR fyrir 3-6 ára börn

Íþróttaskólinn er í boði 2 sinnum í viku frá september til maí. Skólinn hefur aðsetur í ÍR-heimilinu við Skógarsel 12. Best er að börnin séu berfætt og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði. 3-4 ára börn eru saman í hóp og 5-6 ára saman. Yngstu börnin eru þau sem verða 3ja ára á árinu 2008 og þau elstu eru börn úr 1. árgangi skólanna.
Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir þar sem börnin reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu, líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa og í leikfimi sem þessari reynir á þau öll. Tveir íþróttafræðingar verða með hópana.

3-4 ára (´04-´05) eru á þriðjud. kl.16:00-16:40 og kl.16:40-17:20. 5-6 ára (´02-´03) eru á þriðjud. kl.17:20-18:00.

Verd fyrir áramót: 16 vikur 1 sinni í viku kosta 8.000 kr.
Verd eftir áramót: 18 vikur 1 sinni í viku kosta 9.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gréta Íþróttafulltrúi ÍR í síma: , netfang: .Íþróttaskóli Grunnskólanna fyrir 6 ára börn

Íþróttaskóli Grunnskólanna er fyrir öll 6 ára börn og er umsjón þeirra í höndum viðkomandi hverfafélags. Skólinn er í boði 2 sinnum í viku strax að skóladegi loknum og er börnunum að kostnaðarlausu. Kennslan er eingöngu í höndum íþróttafræðinga.
Skólinn er starfræktur í íþróttahúsum grunnskóla barnanna og er um samvinnuverkefni ÍBR, Grunnskólanna, Frístundaheimilanna og ÍR að ræða.

Markmið skólans er að efla færni barna á sviði hreyfingar og félagslegra samskipta. Einnig leggur skólinn upp með að veita börnunum fjölþætt íþróttauppeldi, án áherslu á keppni eða eina íþróttagrein. Með því móti verða börnin hæfari við að velja íþróttagrein við hæfi síðar á lífsleiðinni.
Við leggjum upp með að börnin fái jákvæða upplifun á íþróttum og þar með lengja þann tíma sem þau koma til með að stunda íþróttaæfingar í skipulögðu starfi.

Þau börn sem ekki eru í gæslu á Frístundaheimili eftir skóla þurfa foreldrar að skrá sérstaklega á skrifstofu ÍR og um leið eru þau börn á ábyrgð foreldra á leið sinni til og frá íþróttahúsi.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gréta Íþróttafulltrúi ÍR í síma: , netfang: .