Íþróttaskóli

Íþróttaskóli ÍR fyrir 3-6 ára börn (vetur 2011-2012)

Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku frá september til maí. Skólinn hefur aðsetur í ÍR-heimilinu við Skógarsel 12. Best er að börnin séu berfætt og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði. 3-4 ára börn eru saman í hóp og 5-6 ára saman. Yngstu börnin eru þau sem eru fædd árið 2008 og þau elstu eru börn úr 1. árgangi skólanna.
Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir þar sem börnin reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu, líkamlegan þroska sem og félagslegan. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa og í leikfimi sem þessari reynir á þau öll.

Íris Ósk Kjartansdóttir Íþróttafræðingur sér um kennsluna ásamt aðstoðarstúlku.

3-4 ára (´07-´08) eru á þriðjudögum kl.16:30-17:15 eða laugardögum kl.09:30-10:15.
5-6 ára (´05-´06) eru á fimmtudögum kl.16:30-17:15. 

Íþróttaskólinn hefst 5.september.

 

Verð fyrir áramót: 15 vikur 1 sinni í viku kostar 8.000 kr. Tímabil 5.sept.-17.des.
Verð eftir áramót: 18 vikur 1 sinni í viku kosta 10.000 kr. Tímabil 9.jan.-19.maí.


Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gréta Íþróttafulltrúi ÍR í síma: , netfang: .