Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta 5-10 ára
Námskeiðið er fyrir hádegi og ætlað stelpum og strákum f. 2001–2005. Á námskeiðinu fá börnin tækifæri til að iðka bæði fótbolta og frjálsar íþróttir í bland við ýmsa leiki og útiveru. Einnig verða þemadagar sem gerir námskeiðið enn skemmtilegra og fjölbreytt milli vikna fyrir þá sem vilja fara á mörg námskeið.
Boðið er upp á gæslu kl. 08.00–08.30 fyrir þá sem nauðsynlega þurfa ykkur að kostnaðarlausu, annars er námskeiðið kl.08.30–12.30 með nestisbita kl.10.30.
Í íþróttagreinunum tveimur verða börnin að hluta til saman en einnig verður þeim skipt upp í smærri hópa eftir aldri og kunnáttu í viðkomandi grein. Börnin fá að upplifa íþróttirnar sem hreina skemmtun í góðum félagsskap þar sem allir standa jafnir.
ÍR er með úrvalsfólk á sviði íþrótta og fólk sem vant er að umgangast börn og mun það kenna öll helstu tækniatriði beggja íþróttagreinanna og leggja áherslu á að börnin fái sem mest út úr námskeiðunum. Öllum er veitt viðurkenning að námskeiði loknu og í lok mánaðar er Fjörkálfahátíð fyrir yfirstandandi námskeið. Mót og grill á þeim degi.
Aðstaðan til þessarar íþróttaiðkunar er mjög góð við félagsheimili ÍR að Skógarseli, t.a.m. er til afnota einn fullkomnasti gervigrasvöllur landsins.
Námskeið Verð miðað við eitt stakt námskeið
1. Námskeið 06.-10.júní 4.500 kr.
2. Námskeið 14.-16.júní (frí 13. og 17.júní) 3.000 kr.
3. Námskeið 20.-24.júní 4.500 kr.
4. Námskeið 27.júní-1.júlí 4.500 kr.
5. Námskeið 4.-8.júlí 4.500 kr.
6. Námskeið 11.-15.júlí 4.500 kr.
7. Námskeið 18.22.júlí 4.500 kr.
8. Námskeið 25.-29.júlí 4.500 kr.
Stakt námskeið kostar 4.500 kr. (14.-16.júní 3.000 kr.)
Tilvalið er að fara á Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR eftir hádegi eða æfingar.
Skráning og greiðsla með kreditkorti
hér
Ef greitt er með öðrum hætti þarf að koma á skrifstofu ÍR að .