Handknattleiksnámskeið Bjarna Fritz
Handknattleiksnámskeið Bjarna Fritz er námskeið fyrir ungmenni frá 11 ára aldri og fer fram í íþróttahúsi Austurbergs.

Á námskeiðinu verður farið yfir nýja andlega þætti og rifjað aðeins upp það sem lært var í fyrra.
Boðið verður upp á auka æfingar þar sem lögð verður áherslu á snerpu-spretthraða og stökkkraft.
Að auki mun Bjarni leikgreina krakkana og fara yfir með þeim, til að auka leikskilning þeirra

Námskeiðið spannar 3 vikur og kostar 15.000 kr.

11-12 ára ('00, '99) kl.10:00-12:00
13-14 ára ('98, '97) kl.13:00-15:00
15 ára og eldri ('96+) kl.15:00-17:00

Athugið að Bjarni Fritz mun eingöngu halda námskeiðið í júní en ekki í ágúst vegna búsetu, en það verður einhver góður sem tekur ágúst námskeiðið af sér.

  • Afreksmannahugsun verður í hávegum höfð.
  • Hefðbundnar handboltaæfingar, hlaupatækni skoðuð, rétt mataræði kynnt og tekið á andlega þættinum.
  • Auka æfingar þar sem lögð verður áherslu á snerpu-spretthraða og stökkkraft 
  • Leikgreining á hverjum og einum og yfirferð á því,  til að auka leikskilning.
  • Góðir gestir munu mæta og kenna á námskeiðinu.
  • Mót síðasta daginn, verðlaun veitt fyrir þátttöku og pizzaveisla.

"Að lokum þá mun ég reyna að hafa æfingarnar skemmtilegar og krefjandi líkt og síðustu ár. "

M.bkv Bjarni Fritz
 

Námskeiðsvikur                                      
14.-16.júní (frí 13. og 17.júní)
20.-24.júní       
27.júní-1.júlí    

2.-5.ágúst (frí 1.ágúst)  Fellur niður !       
8.-12.ágúst      Fellur niður !
15.-19.ágúst   Fellur niður !

Hvor mánuður fyrir sig er á 15.000 kr. Sjálfsagt er að skrá sig bæði á námskeiðið í júní og svo ágúst.

Skráning og greiðsla með kreditkorti hér
Ef greitt er með öðrum hætti þarf að koma á skrifstofu ÍR að .

·